Nýr ilmur handa bóndanum þínum

Á föstudaginn næstkomandi er Bóndadagurinn, dagurinn þar sem við dekrum aðeins meira við bóndann okkar en við erum vanar að gera. Hvort sem það er að elda uppáhalds matinn þeirra, drekka gott rauðvín eða gefa honum litla gjöf.

Í tilefni Bóndadagsins er Lyf&Heilsa í Kringlunni með 20% afslátt af öllum herra ilmum, við ættlum að taka saman brot af því besta frá okkur

Legend EDP frá Mont Blanc

Nýjasta viðbótin við Mont Blanc Legend fjölskylduna. Ilmur sem veitir sjálfstraust, hvatningu og ástríðu. Ilmurinn er léttur og herralegur.

 • Toppur: Bergamot og fjólulauf
 • Hjartað: Viður, magnólía og jasmín
 • Botn: Leður og mosi

Dylan Blue Pour Homme Travel Spray - Versace | Sephora

Dylan Blue pour homme frá Vercase

Kraftmikill karlmannleiki, ákveðinn og kynþokkafullur. Tímalaus, klassískur ilmur sem fær innblástur frá miðjarðarhafinu og það skilar sér einnig í nótunum.

 • Toppur: Bergamot, greipaldinn og fíkjublað
 • Hjarta: Patchouli, pipar og fjólulauf
 • Botn: Musk, tonka baunir og saffran

Bleu De Chanel EDP (100ml), Health & Beauty, Hand & Foot Care on Carousell

Bleu De Chanel frá Chanel

Chanel ilmurinn Bleu De Chanel er veglegur og tímalaus ilmur. Ilmurinn ber viðar og arómatískar nótur með léttum sítrus ferskleika.

 • Toppur: Greipaldinn, sítróna, minta og bleikur pipar
 • Hjartað: Engifer, jasmín og múskat
 • Botn: Sandelviður, patchouli, sedrusviður og hvít musk

 

Le Male Le Parfum frá Jean Paul Gaultier

Le Male er vinsælasti ilmur Jean Paul Gaultier frá upphafi og seljast 5 glös frá honum á hverri mínútu. Í fyrra kynnti Jean Paul Gaultier nýja Le Male Le Parfum sem er djarfari og kryddaðari  en hin upprunalegi Le Male.

 • Toppur: Kardimommur
 • Hjarta: Lavender og írisarblóm
 • Botn: Vanilla, oriental- og viðarnótur

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR