Nýtt frá Guerlain- Æðislegur og léttur ilmur fyrir haust og vetur!

Ilmur fyrir frjálsa og ákveðna konu, sem túir á sig sjálfa!

Við kynnum nýja Mon Guerlain Eau De Toilette. Léttur og ljómandi ilmur sem kemur á óvart. Blóm, sítrus og vanilla tóna fullkomlega saman. Ilmurinn er léttari og ferskari en sá upprunalegi og er hann í Quadrilobe flöskunni frægu. Allar skreytingar sem flaskan ber eru silfur. Tappinn er í formi fjögra laufa smára. Mon Guerlain EDT veitir þér heppni allan daginn.

Mon Guerlain ilmirinir innihalda allir 3 sömu lykill nóturnar: jasmín, lavender og vanillu. En síðan er hver með eina nótu sem einkennir hann. Nýjasti ilmurinn í línunni eau de parfum hentar einstaklega vel fyrir þær sem kjósa létta ilmi og er fullkominn kostur fyrir bæði dag og kvöld. 
 

 

Mon Guerlain var hannaður í samstarfi við ofurtöffarann og stórstjörnuna Angelinu Jolie! Angelina tók þátt í hverju skrefi þróunarinnar og notfærði sér hæfileika sína í bæði leik, leikstjórn og vinnslu auglýsinganna. Í auglýsingunum hleypir hún okkur inn í sinn heim og kastalann sinn á Suður-Frakklandi. Það er því mikil vinna og hugsun á bakvið þennan ilm en vinnuna og allan ágóða ætlar Angelina að gefa til góðgerðarmála.
 

Við mælum svo eindregið með því að þið kíkið við inn á Facebook síðu Glamour HÉR og takið þátt í Glamour x Guerlain leiknum en að þessu sinni er veglegur Mon Guerlain vinningur fyrir tvo!
 
 
 
 

Engin ummæli sem stendur

Comments are closed

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR