Nýtt hjá BOX 12 – Abercrombie & Fitch!

BOX 12 kynnir með stolti nýjan meðlim í fjölskylduna – Abercrombie & Fitch 

Abercrombie CO var stofnað árið 1892 af David Abercrombie og byrjaði sem lítill rekstur í hjarta New York borgar. Þar fengust hágæða útiföt og allt fyrir útilegu og veiði. Árið 1904 fór David síðan í samstarf við lögfræðinginn Ezra Fitch og var nafni fyrirtækisins breytt í Abercrombie & Fitch. Með árunum varð búðin þekkt sem besta íþrótta og útiveru búð á heimsvísu og klæddi hún þekkta aðila eins og Teddy Roosevelt og John F. Kennedy.

Í dag er þetta ameríska merki heimsþekkt fyrir einstaklega vandaðan hversdags klæðnað fyrir ungmenni. Nýjar öldur bera Abercrombie & Fitch inn í framtíðina – fullt ferskleika. Merki sem vert er að fylgjast með á næstunni.
Nýtt frá Abercrombie & Fitch
Abercrombie & Fitch kynnir með stolt frábæra ilmlínu ‘First Instinct‘.
Innblástur línunnar er tekinn frá augnablikinu á milli tveggja aðila sem hittast í fyrsta sinn og finna fyrir neysta á milli hvors annars. ‘First Instict‘ er unaðsleg blanda af heillandi ilmnótum fyrir hann og hana.

Fyrir hann
Karlmaðurinn sem að ber ilminn er ákveðinn, einlægur og náttúrulega heillandi. Þrátt fyrir alla hans kosti öðlast hann þó meiri sjarma við notkun ilmsins – hann verður óaðfinnanlegur. Ilmurinn tekur þig tilbaka, alveg að stundinni sem þú fannst fyrir fyrsta neysta með þinni einu sönnu.

Top nótur: Gin & Tonic ásamt melónu – þessi blanda gefur aukinn ferskleika og adrenalín.
Mið nótur: Pipar og sítrus – orku blanda sem að eykur dýpt ilmsins og orkuflæði.
Botn nótur: Flauelis musk og amber – hin fullkomna mýkt sem setur punktinn yfir i-ið.

Fyrir hana
Konan sem ber ilminn er einstök í alla staði, látlaus fegurð hennar gerir alla orðlausa sem á vegi hennar verða. Hún hefur góða nærveru, jákvæða orku og geislar af sjálfsöryggi. Hún lætur sínar skoðanir hiklaust í ljós og eltir tilfinningar sínar.

Top nótur: Sól kysst Magnolia, greip og ástaraldinn – ferskleiki sem heillar.
Mið nótur: Villt appelsínu blómstur, Orkidea og vatns lilja – hlýtt og kvennlegt yfirbragð.
Botn nótur: Hlýtt amber, kremaðar tonka baunir og losta fully musk – kynþokki.

Engin ummæli sem stendur

Comments are closed

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR