Paco bíður gleðilegra jóla

Ilmir eru alltaf vinsælir í jólapakkann og fólk hreinlega elskar að uppgötva nýja dásamlega ilmi.
Paco Rabanne er heimsþekktur tískuhönnuður en hann hannaði meðal annars skartgripi fyrir Dior og Givenchy á sínum tíma. Hann er djarfur og óhræddur að fara óhefðbundnar leiðir og stíga yfir strikið.
En Paco Rabanne er ekki aðeins þekktur fyrir einstaka fatahönnun sína heldur framleiðir hann einnig dásamleg ilmvötn.

 „I like my fragrances to be fresh first, then structured, full of vibrations and contrasts”

Hér að neðan eru nokkrir frábærir ilmir frá Paco Rabanne sem eru fullkomnir í jólapakkann.

1 million
1 Million er vinsælasti ilmur Paco Rabanne en það er engin tilviljun. Ilmurinn hefur einstaka og kraftmikil blöndu. Ferskur en munúðarfullur ilmur. Paco Rabanne segir að fólk laðist að gulli og er það enginn undantekining með þennan ilm þar sem glasið er þakið skíra gulli. Ilmurinn á að veita herranum kraft, lúxus og þrautsegju. Flottur ilmur sem fær alla til að laðast að þér.

Toppur: Greipaldin, Minta, Blóð Mandarína

Hjarta: Rós, Kanill, Krydd

Botn: Leður, Viður, Amber, Inversk Pathouli
*kemur í flottum jólakössum

Lady Million
Daman hefur einnig náð miklum vinsældum og líkt og herra ilmurinn. Glasið líkist demanti úr skíra gulli en það er einmitt það sem Paco Rabanne vill ná fram með ilminum, lúxus og ríkidæmi. Ilmurinn er blómalegur en botninn inniheldur Patchouli sem gerir hann djúpann og seiðandi.

Toppur: Neroli, Lemon, Rasberru

Hjarta: Jasmín, Afrískt Orange Blóm, Gardenía

Botn: Patchouli, Hvítt hunang, Amber
*kemur í flottum jólakassa

 

PureXS
Viltur, djarfur og kynþokkafullur ilmur fyrir hana.
Skemmtileg blanda af blómum sem veita unaðslegan ilm. Ylang Ylang opnar fyrir erótíkina með heitum nótum af Vanilla

Toppur: Ylang Ylang, Vanilla

Hjarta: Popcorn, Musk, Milkwood

Botn: Sandalwood, Ambrette Seed
*kemur í flottum jólakassa

  

Invictus
Ferskur, sportlegur ilmur fyrir herrana. Invictus kemur frá latínu og þýðir ósýnilegur en ilmurinn stendur fyrir vald, styrk og orku. Ilmurinn opnast með fersku Greipaldin. Jasmín ber hjartað og Patchouli ber botninn.

Toppur: Greipaldinn, Sjór, Blóðappelsína

Hjarta: Bay Leaf, Jasmín

Botn: Guaiac Wood, Oakmoss, Pacthoulli, Ambergris
*kemur í flottum jólakassa

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR