Primer, hvað er það?

Primer eða farðagrunnur er vara sem ómissandi fyrir góða og fallega förðun.
Margir velta fyrir sér hvað slík vara gerir og hvort hún sé hreint og beint nauðsynleg.

Til eru ótal farðagrunnar og allir hafa þeir ólíkar áherslur.
Þeir meðal annars jafna húðáferðina og húðlit. Slétta yfirborð húðarinnar, fylla upp í fínar línur, veita húðinni aukinn ljóma svo fátt sé nefnt.

Farðagrunnur er fyrsta skrefið í átt að fallegri förðun og er varan notuð á undan farða.
Oft má nota vöruna eina og sér en farðinn er síðan lagður yfir farðagruninn.
Eitt sem farðagrunnar hafa sameiginlegt er að þeir festa farðann betur við húðina og hann endist því lengur.


1. Clarins – SOS Primer
Gullfallegir farðagrunnar sem auka ljómann í húðinni. Húðin verður bjartari og ferskari. Farðagrunnurinn veitir raka í allt að 24 klukkustundir. Létt formúla leyfir húðinni að anda en hún verndar húðina einnig gegn skaðlegum umhverfisáhrifum.
Ólíkir litatónar eru í boði fyrir mismunandi húðgerðir. Vinsæll grunnur fyrir brúðarfarðanir.

2. Guerlain – L‘or Radiance Concentrate with Pure Gold.
Farðagrunnur með gel áferð og innheldur 24 karata gull agnir.
Húðin fær góðan raka og verður því þéttari og mýkri. Satín áferð og léttur ljómi.

3. Guerlain – Blurring Active Base
Blurring Active Base hefur mattandi áhrif á húðina, hylur burt allar misfellur og stórar húðholur. Húðin fær að anda vel en farðagrunnurinn veitir henni andoxunarefni sem vernda einnig gegn skaðlegum umhverfisþáttum. Mjög góður fyrir olíumkikla húðgerð.

4. Shiseido – Refining Makeup Primer
Létt kremkennd formúla sem eyðir burt misfellur í húðina og skilur hana eftir með náttúrulegt yfirbragð. Fyllir upp í fínar línur, hylur roða og birtir til.

5. Gosh – Primer Plus Hydration
Hvítur farðagrunnur sem breytist í þinn húðlit. Húðin fær heilbrigðan ljóma, raka og jafnari áferð. Formúlan verndar húðina gegn skaðlegum umhverfisáhrifum. Er án ilmefna og parabena.

6. Chanel – Le Blanc De Chanel
Olíulaus grunnur sem fyllir upp í húðholur og fínar línur. Húðin verður jafnari og sléttari. Formúlan inniheldur léttan ljóma fyrir bjartara yfirbragð.

Ef þú telur farðinn þinn endast ekki vel nógu vel eða húðin þín skorti eitthvað extra með farðanum þínum þá er góður farðagrunnur lausnin.

 

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR