Rauður varlitur – Hvernig finn ég hinn fullkomna lit?

  1. Guerlain Rouge G – NO 25 (kaldur)
  2. Shiseido Modern Matt Powder lipstick – 516 Exotic red (kaldur)
  3. Chanel Rouge Allure Luminous Satin Lip Color  – Pirate (kaldur)
  4. Shiseido Modern Matt Powder Lipstick – 509 Flame (heitur)
  5. Gosh Velvet Touch Lipstick – NO 60 (kaldur)
  6. Clarins Joli Rouge – 742 (heitur)
  7. Clarins Joli Rouge Velvet – 711V (heitur)

Leitin að hinum fullkomna rauða varalit getur verið erfið og flókin fyrir marga.
Sumir hræðast það að ganga með rauðan og áberandi varalit meðan aðrir telja sér trú um að rauður varalitur fari þeim ekki vel.
Það er til hafsjór af rauðum varalitum í allskyns merkjum og útgáfum. Mismunandi tónar, mattir, glansandi, litsterkir, gegnsæjir og svo lengi mætti telja. Við ætlum að deila með þér góðum ráðum svo þú getir fundið þinn fullkomna varalit.

Í fyrstu er mjög mikilvægt að skilja undirtóna og munin á heitum lit og köldum.
Það getur verið mjög gott að horfa á litahjólið til að skilja munin á heitum og köldum tónum en þeir eru andstæður.
-Heitir litir: Má líkja við sólina, eldinn og grasið (gulur, appelsínugulur og grænn)
-Kaldir litir: líkjast hafinu og nóttinni. (blár og fjólublár)

Því næst þurfum við að skilja undirtóninn í húðinni okkar en þeir eru þrír:
– Gulur (heitur undirtónn)
– Bleikur (kaldur undirtónn)
– Hlutlaus (bæði kaldur og heitur)

Erum við með heitan undirtón eða kaldann?
Gott er að skoða fötin okkar, hárið, augnlitin og húðlitinn til dæmis.
Hvernig má skilja þá liti? Eru þeiri heitir eða kaldir?
Önnur regla sem gott er að fylgja eftir er að skoða æðarnar á handabakinu.
Grænleitar æðar er merki um gulan undirtón og því heitur tónn.
Blátóna æðar er merki um bleiktóna og kaldan undirtón.

Þegar við höfum áttað okkur á undirtón húðarinnar getum við farið að finna hinn fullkomna rauða varalit.

Varalitir hafa líka kaldan og heitann undirtón.
Rauðir varalitir sem hafa gulan/appelsínugulan tón henta vel húðgerð með heitum eða gulum undirtón.
Kaldir tónar í varalitum hafa bláan/fjólubláan undirtón og henta því vel húðgerð sem er með kalt yfirbragð, eða bleiktóna undirtón.

Þetta á þó ekki við um alla, aðrir geta verið með hlutlausan undirtón og eru því blanda af heitum og köldum.

Gott er að prufa sig áfram með nokkrum tónum þar til þú finnur þinn rétta tón.

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR