Rétta kremið fyrir þig frá Clarins

Úrval á húðvörum er sífellt að aukast og leit að góðum kremum getur verið erfið, jafnvel ruglingsleg.
Hvað á að kaupa? Hvað hentar aldri mínum? Hvaða krem hentar húðgerð minni?
Þetta eru atriði sem ber að hafa í huga þegar við veljum krem fyrir okkar húð.

Clarins hefur gott úrval af kremum sem hentar öllum aldri og öllum húðgerðum. Við ætlum að fjalla um nokkur þeirra til að auðvelda ykkur leitina að hinu fullkomna kremi.

My Clarins
My Clarins er lína sem þróuð er með unga fólkið í huga. Formúlurnar eru hugsaðar til að veita húðinni meiri raka, mýkt og fallegri áferð frekar en að vinna gegn öldrun húðarinnar.
My Clarins línan hefur jörðina að leiðarljósi og eru allar vörurnar með 80% af náttúrulegum innihalds efnum. Allar pakkningar eru endurvinnanlegar.
Það eru þrjú dásamleg krem í línunni sem henta mismunandi húðgerðum.

RE-BOOST Comforting Hydration:
Létt krem sem nærir og róar húðina. Fyrir þurra og viðkvæma húð.

RE-BOOST Refreshing Hydration: Frábært rakakrem sem hentar öllum húðgerðum. Aukinn raki, mýkt og bjartari húð.

RE-BOOST Matifying Hydration: Rakakrem fyrir olíumikla húðgerð. Veitir húðinni góðan raka en dregur úr glans og umfram fitu.

 

Multi-Active.
Andlitskremin hjá Clarins má skipta í þrjá flokka til að auðvelda neytandanum leitina. Hvert krem inniheldur formúlu sem er áætluð fyrir húðgerð á ákveðnum aldri.
Multi-Active er andlitskrem sem er hannað fyrir konur á þrítugsaldri. Konur sem eru alltaf á ferðinni, upplifa mikið stress og vilja byrja að vernda húðina sína enn frekar gegn öldrun og öðrum skemmdum.
Multi-Active vinnur gegn fínum línum, jafnar yfirborð húðarinnar og verndar hana gegn frekari skemmdum frá umhverfinu. Ákveðin tækni er notuð við gerð kremana þar sem plöntuþykkni draga úr fyrstu einkenni öldrunar, auka ljóma og raka húðarinnar.
Kremið er fáanlegt bæði í dag og næturútgáfu og til eru þrjár ólíkar týpur. Fyrir allar húðgerðir, fyrir blandaða og fyrir þurra.

  

Extra-Firming
Extra-Firming línan hefur virkari formúlu en Multi-Active. Línan er ætluð konum á fertugsaldri.
Kremin eru einstaklega fersk með silkiáferð sem vernda húðina vel. Húðin verður bjartari, rakameiri og fylltri. Formúlan vinnur gegn frekari skemmdum á húðinni sem örsakast af öldrun. Með fyrstu ásetningu verður húðin silkimjúk.
Kremið er fáanlegt bæði í dag og næturútgáfu fyrir allar húðgerðir og þurra.

 

Super Restorative
Virkustu kremin hjá Clarins en þau vinna einstaklega vel gegn öldrun húðarinnar og henta húðgerð 50 ára og eldri.Húðin okkar þarfnast sérstakrar umönnun þegar við eldumst og inniheldur formúlan allt sem þarf. Ríkt af Harungana þykkni og “heilunar” tré beint frá Madagascar sem hefur virka eiginleika til að draga úr öldrun húðarinnar og hægja á ferlinu. Með reglulegri notkun verður húðin bjartari, mýkri og áferð hennar jafnari.
Kremið er fáanlegt bæði í dag og næturútgáfu fyrir allar húðgerðir og þurra.

Rose Radiance Cream
Ný viðbót sem í Super Restorative línuna en Rose Radiance kremið hentar öllum húðgerðum. Kremið er einnig hannað til að örva fibroblast frumur og kollagen framleiðslu en það sem Rose Radiance kremið hefur að bjóða er að það er einstaklega ríkt af hýalúrónsýrum, shea butter og vítamín-C.
Kremið er fallega bleikt að lit en það gefur húðinni strax dásamlega birtu, náttúrulegan ljóma og lyftingu.

 

** Dagana 12.-15.september eru Clarins dagar í Lyf og Heilsu
** Allar Clarins vörur eru á 20% afslætti
** 30% afsláttur af öllum Clarins förðunarvörum

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR