Rouge G – varalitur sérsniðin þínum stíl

Stundum kemur ný vara á markað sem við föllum alveg fyrir og sem minnir okkur á af hverju við elskum snyrtivörur svona mikið. Yfirleitt er það æðisleg formúla en studum líka framúrskarandi hönnun. Rouge G frá Guerlain er varalitur með einstaka formúlu og einstaka hönnun.

Kremaður og mjúkur litur með jojoba og mango olíu sem nærir varirnar vel og heldur raka í vörunum allan daginn. Hyaluronic sýra og Gugul Resin koma í veg fyrir varaþurrk og gefa vörunum fyllingu. Mikill litur og góð ending.

 

Varalitur í takt við þinn stíl! Rouge G fylling og Rouge G „cover“ eru seld í sitthvoru lagi og þú getur valið þér þína eigin samsetningu.

Í lokinu er falinn spegill sem opnast þegar þú opnar varalitinn, svo að þú getur bætt á þig varalitnum  hvar sem er, hvenær sem er.

Alls eru til 15 varalitir og 8 mismunandi lok sem þú getur valið úr.

 

Guerlain hefur altaf  verið leiðandi í snyrtivöruheiminum og ekki bara kynnti Guerlain snyrtivöruheimin fyrir fyrsta sólarpúðrinu heldur kynnti Guerlain fyrsta varalitinn í „bullet“ árið 1870.

Rouge G komu fyrst á markað 1956 og voru síðan endurhannaðir 2009.  Laurenz Bäumer Skartgripahönnuður hannaði fallegu umbúðir Rouge G varalitana en hönnunin var aðeins uppfærð í ár.

 

Sölustaðir Guerlain:

  • Hagkaup Kringlan
  • Hagkaup Smáralind
  • Lyf & Heilsa Kringlunni
  • Sigurboginn
  • Snyrtivöruverslun Glæsibæ
  • Makeup Gallery Akureyri
Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR