Sagan um Shiseido

Shiseido trúir því sterkt að fegurð geti orðið að jákvæðum krafti heiminum sem við skilum til næstu kynslóðar.

“Við elskum að finna fegurð og deila henni. Við trúum því að fegurð fari miklu dýpra en það sem augað sér. Við finnum fegurð í öllu. Í tækninni og listinni. Í samböndunum sem við eigum, vörunum sem við hönnum og hvernig við komum fram við heiminn.“

Hjá Shiseido er fegurð ekki mynd. Shiseido segir að fegurð sé tilfinning og þegar við deilum tilfinningum, ímyndum við okkur heim sem er aðeins einfaldari, en betri.

„Við skiljum að það er enn svo margt ófallegt í heiminum þannig við sjáum fegurðina sem mótefni.“

Fyrir 145 árum byrjaði Shiseido að deila með okkur þekkingu sinni, visku og styrk um fegurð.

Það var Arinobu Fukuhara sem vann sem lyfjafræðingur aðeins 23 ára þegar hann og félagar hans opnðu fyrsta vestræna apótekið í Japan

Innblásturinn var að taka það góða úr öllu og öllum og nýta það í að hanna nýja hluti. Shiseido varð nafnið á apótekinu en það þýðir “þar sem allt verður til”

1916 opnaði Shiseido fyrstu rannsóknarstofuna sína í Japan. Fyrirtækið var með metnað í að uppgötva nýja tækni og aðferðir til að fanga fegurð innan sem að utan. Í dag er að finna rannsóknarstofur í Kína, Taílandi, Bandaríkjunum og Frakklandi þökk sé drifkraftinum sem Shiseido býr yfir.

Shiseido leggur í dag mikin metnað í húðvörur sínar og er merkið orðið leiðtogi í rannsóknum í húðsjúkdómafræði.
Það er gaman að segja frá því að sonur Arinobu, Shinzo Fukuhara hannaði logo Shiseido en það hefur haldist óbreytt síðan. En logoið ber fallegt Camellia blóm.

Eudermine er elsta vara Shiseido sem enn er seld í dag en hún var fyrst kynnt árið 1897. Einstakt rakavatn sem veitir húðinni raka samstundis og viðheldur rakanum til lengri tíma, sama hvernig loftslagi þú ert í. Eudermine er mest selda vara Shiseido í dag.

  

Shiseido er í stöðugri þróun með húð og snyrtivörur sínar. Innblástur er ávallt innan veggja Japans en förðunarlína Shiseido ber innblástur af götum Tokyo

Japönsk húðrútína byrjaði að vera meira áberandi á síðasta ári en þar er húðin í algjörum forgangi. Í Japan er lagt mikið upp úr því að vernda húðina eins vel og hægt er og koma í veg fyrir skemmdir, frekar en að laga þær skemmdir sem hafa myndast. Algengt er að ungir krakkar noti húðvörur og sólarvarnir mjög snemma til að verja húðina sína strax frá skemmdum sem koma frá umhverfinu.

 
Í japanskri húðrútínu er farið afar varlega með húðina, léttar hreinsivörur, andlitsskrúbbar og góður raki eru allt vörur sem eru afar mikilvægar
Við getum öll lært ótrúlega margt af japanskri húðrútínu og byrjað að vernda húðina okkar gegn frekari skemmdum. Húðin er okkar stærsta líffæri og því skulum við fara vel með hana.


Það er erfiðara að leiðrétta skemmdir sem hafa orðið á húðinni okkar en með hjálp frá hágæða vörum Shiseido getum við byrjað að vernda húðina okkar strax í dag og næra hana með hámarks árangri.

Í dag er Shiseido elsta og fjórða stærsta snyrtivörumerkið í heiminum og það stærsta í Japan.

Shiseido. Sharing beauty since 1872.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR