Seinasta TAX FREE ársins – Þessar vörur verður þú að eignast

Seinasta TAX FREE er runnin í hlað, dagana 29. desember – 4. janúar ! Nú er tækifærið til að næla sér í sínar uppáhalds vörur, prufa spennandi nýjungar eða kaupa þér smá glimmer fyrir áramótin. Við tókum saman lista af vörum sem við mælum með fyrir þig.

Facelift farðagrunnur

Áður en farði er settur á er gott að setja farðagrunn (e.primer), en við mælum með Gosh Facelift farðagrunninum. Hann sér til þess að filla inn í fínar línur, jafnar áferð húðarinnar og undirbýr húðina fyrir farðann svo hann endist lengur.

Total Eye Lift

Total Eye Lift frá Clarins sér til þess að augnsvæðið þitt fái fallega útgeislun á aðeins 60 sekúndum. Augnkremið er fyrir konur a´ öllum aldri og dregur það úr þrota og baugum, minnkar fínar línur og hrukkur og stinnir allt augsvæðið.

HYDRA BEAUTY ESSENCE MIST Mists | CHANEL

 Hydra Beauty Essence Mist

Hydra Beauty er unaðslegt rakasprey sem inniheldur Hýalúrónsýru, Vítamín C og E. Þessi efni sjá til þess að húðin verði rakameiri, feskari og húðin fái fallegann ljóma. Spreyið má nota undir eða yfir fraða

Guerlain Golden Bee Eyeshadow Palette | Luxury Holiday Collection 2020
Golden Bee augnskuggapalletta

Þessi fallega augnskuggapalletta er mjög vegleg! Í palletunni eru 10 fallegir litir sem samanstanda af möttum, sanseruðum og glimmer augnskuggum, auk þess fylgir augnskuggabursti. Pallettan er hönnuð svo auðvelt er að blanda öllum litum saman, möguleikarnir eru því endalausir með þessari pallettu og við hlökkum til að prófa hana.

 

SHISEIDO: Shine on with an Aura Dew for every occasion. Seen here in shades Cosmic, Solar ... - Alo Japan
Aura Dew

Þessi unaðslegi ljómalitur (e.highlighter) eða Aura Dew er hægt að nota í andlit, augu og á varir. Auro Dew er kremvara sem gefur húðinni létta sanseringu og fullkominn ljóma. Auðvelt er að stjórna hversu mikið þú notar vöruna en best er að nota bursta til að bera vöruna á.

LIQUID HIGHLIGHTER INFUSED WITH PEARL EXTRACT (See 1/4)

Météorites Pearls Liquid Highlighter

Ljómapenninn frá Météorites er unaðslegur, auðveldur í notkun og hægt að nota hann endalaust. Þessi guðdómlegi penni bráðnar auðveldlega inn í húðina þína og gefur andlitinu fallegann ljóma. Við elskum kremvörur og þessi fær klárlega að fara ofan í körfuna mína á Tax Free!

Mon Guerlain by Guerlain 100ml EDP | Perfume NZ

Mon Guerlain EDP

Nýtt ár nýtt ilmvant, mögulega frá Guerlian. Hvernig hljómar að fara inn í nýja árið lyktandi eins og Lavender, Vanilla og Jasmín. En það eru undirstöðu nótur í Mon Guerlain EDP ilminum. Yndislegur ilmur sem allir geta notað.

Nip+Fab einnota maskar

Við elskum dekur og hvað þá dekur á 10-15 mínútum, en Nip+Fab maskarnir eru fullkomnir fyrir dekur á síðustu stundu. Mikið úrval er af möskunum svo þú ættir að finna maska sem hentar þínum þörfum.

Fake Tan Express Mousse

Falleg brúnka fyrir nýtt ár, en Fake Tan Express Mousse er brúnkufroða sem gefur húðinni fallegan lit á stuttum tíma. Froðan inniheldur Aloe Vera sem gefur góðan raka og róar húðina. Einnig inniheldur hún Glýkólsýru sem tekur dauðar húðfrumur og jafnar litinn.
Best er að bera hana á í löngum strokum með hanska. Skolið af með volgu vatni eftir 1-3 tíma.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR