Þú getur loksins pantað Shiseido vörur á netinu – Beautybox.is

Shiseido er merki sem margar konur elska, en Shiseido er japanskt snyrtivörumerki sem var stofnað 1872. Vörumerkið setur mikinn metnað í að framleiða vörur sem eru góðar fyrir húðina okkar. Við ákváðum að setja saman nokkrar af okkar uppáhalds vörum, þú getur nælt þér í þær með að heimsækja búðina þeirra á Langholtsvegi 126 eða panntað á netinu á https://beautybox.is/shiseido/ 

 

Treatment Softener

Mikilvægt er að nota andlitsvatn, en það hjálpar seruminu og rakakreminu að vinna dýpra í húðinna. Til eru tvær tegundir af Treatment Softener, þær eru:

  • Fyrir venjulega til þurra húð: Treatment Softener Enriched: Rakagefandi andlitsvatn sem þéttir húðina og gerir hana móttækilegri fyrir næstu skref húðrútínunnar.
  • Fyrir blandaða til olíu mikla húð: Treatment Softener: Létt andlitsvatn sem dregur úr olíumyndun, betrumbætir húðina og gerir hana móttækilegri fyrir næstu skref húðrútínunnar.

Benefiance Wrinkle Smoothing Cream Enriched

Dagkrem sem gefur húðinni þinni 24 stunda raka og er sérstaklega gott fyrir mjög þurra húð. Kremið vinnur á því að slétta úr húðinni, vinnur á öldrunareinkennum sem og að gefa húðinni raka og ljóma. Minnkar línur og hrukkur á aðeins 2 vikum.

 

Ultimune Eye Power Infusing Concentrate

Unaðslegt augnkrem sem styrkir náttúrulegu varnir húðarinnar til að takast á við dökka bauga, þrota, línur og þurrk. Í augnkreminu er Concentrate nær mun dýpra í húðina en serumin gera og virka því enn betur með augnkremunum okkar. Þessi dásamlega vara hentar aldri 25+ og er fullkomið bæði sem fyrsta augnkrem með mikilli virkni eða undir önnur augnkrem til að margafalda virkni þeirra.

White Lucent Illuminating Micro Spot Serum

Þetta öfluga serum vinnur á og fyrirbyggir litabletti og roða sem getur myndast á húðinni. Serumið sér til þess að jafna húðlit og gefa húðinni fallegann ljóma. Mikilvægt skref í húðrútínunni þinni til að fyrirbyggja litabletti eða minnka þá. Serumið má bera á allt andlitið en einnig er gott að setja auka lag á staði þar sem mislitur í andlitinu er sterkur.

Synchro Skin Self Refreshing Foundation SPF 30

Farði sem inniheldur ActiveForce tækni sem berst gegn hita, raka, olíu og hreyfingu en með því helst hann flottur út daginn. Formúlan er létt og veitir miðlungs þekju sem auðvelt er að byggja upp. Farðinn hentar öllum húðgerðum. Hann veitir þurri húðgerð raka í allt að 8 tíma en aftur á móti jafnar olíumyndun í olíu mikilli húðgerð. Farðinn hefur unnið til margra verðlauna og ekki að ástæðulausu.

Minimalist Whipped Powder Blush

Kremaður kinnalitur sem er ótrúlega fallegur á húðinni og einfaldur í notkun. Hann er klárlega ein af okkar uppáhalds förðunarvörum frá Shiseido. Formúlan er bæði litsterk og mött en auðvelt er að blanda hana. Kinnalitinn má einnig nota sem augnskugga.

Shiseido Kajal InkArtist - Shadow, Liner, Brow | Shopee Malaysia

Kajal InkArtist

Unaðslegur 4 í 1 augnblýantur, eyeliner, augnskuggi og augabrúnalitur. Blýantinn má nota sem eyeliner, kajal eða blanda honum út sem augnskugga. Hann hentar einnig í augabrúnir fyrir þær sem vilja leika sér með skemmtilega liti. Kajal Ink endist á auglokinu  í 12 tíma og er mattur, mjúkur, blandast auðveldlega og er vatnsheldur. Kemru í 10 skemmtilegum litum.

 Eyelash Curler

Ef það er einhver vara sem þú þarft þá er það þessi augnhárabrettari. Sílíkon púðinn er sérstaklega mjúkur og formið legst vel að augum til að bretta öll hárin, einnig þau styðstu. Brettarinn nær hárunum nálægt rótinni og veitir fallega krullu án þess að klemma þau of mikið.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR