Shiseido – In Sync All Ways.

Shiseido er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að því hvað húðin okkar þarfnast svo hún sé heilbrigð og falleg á auðveldan hátt.
Shiseido hefur nýverið kynnt nýja og ótrúlega flotta línu sem ber nafnið Synchro Skin. Línan inniheldur farða og púðurvörur. Vörurnar eiga það allar sameiginlegt að innihalda nýja og byltingakennda tækni frá Shiseido sem sér til þess að farðinn þinn sé í fullkomnu standi allan daginn.

Ákveðin tækni, ActiveForce Technology má finna í þessari flottu línu en hún sér til þess að farðinn aðlagist þörfum þinnar húðgerðar og svari til allra þeirra breytinga sem eiga sér stað í umhverfinu.
Það þýðir að hvort sem húðin þín er þurr eða olíumikil, farðinn aðlagast húðgerðinni, nærir og verndar hana með næringu, raka og dregur í sig umfram olíu.

    

Shiseido segir að ActiveForce tæknin er hönnuð til að vernda húðina gegn umhvefisþáttum og vernda áferð farðans um leið.
Það eru þrír lykilþættir sem hafa áhrif á farða þegar hann liggur á húðinni en það er hiti og raki, olía og hreyfingar í andlitinu. ActiveForce tæknin verndar húðina gegn öllum þessum þáttum svo húðin þín sé algjörlega fullkomin.

       

Shiseido Synchro Skin Self–Refreshing Foundation
Fyrsti farðinn hjá Shiseido sem nærir húðina allan daginn. Farðinn inniheldur ActiveForce tækni sem berst gegn hita og raka, olíu og hreyfingu en með því helst farðinn á allan daginn. Formúlan er létt og veitir miðlungsþekju sem auðvelt er að byggja upp. Hentar öllum húðgerðum. Farðinn veitir þurri húðgerð raka í allt að 8 tíma en hann jafnar olíumyndun í olíumikilli húðgerð. Smitar ekki og sest ekki ofan í línur.
Farðinn kemur með pumpu en 1-2 pumpur er fullkomið magn til að byggja upp náttúrulega en fallega áferð.


Shiseido Synchro Skin Cushion Compact
Cushion farði sem hefur miðlungsþekju. Auðvelt er að byggja farðann upp fyrir frekari þekju.
Þessi dásamlegi farði inniheldur einnig ActiveForce tækni og aðlagast að þinni húðgerð en verndar hana gegn öllum umhverfisþáttum og áhrifum sem eiga að draga úr virkni farðans yfir daginn.
Farðinn endist í allt að 16 tíma, hefur vatnsfráhindrandi áhrif, smitar ekki né sest ofan í fínar línur.
Svampur fylgir með farðanum sem er auðveldur til notkunar en einnig má bera hann á með bursta.

Synchro Skin Self-Refreshing Concealer
Dásamlegur hyljari sem passar fullkomlega með Self Refreshing farðanum.
Hyljarinn er einnig frábær einn og sér fyrir þau sem kjósa að nota lítið af farða en vilja nóg til að hylja lítil ójafnvægi í húðinni.
Self Refreshing hyljarann smitar ekki frá sér né sest ofan í fínar línur er hann fullkominn sem augnskugga grunnur.
Miðlungsþekja sem veitir náttúrulega áferð á húðinni. Inniheldur Active Force tækni.

Synchro Skin Correcting GelStick Concealer
Léttur og kremaður hyljari sem býr upp á auðvelda ásetningu. Hyljarinn er fullkominn til að hafa í snyrtitöskunni ef þörf er á lagfæringu yfir daginn.
Inniheldur Hýalúrónsýru og rakagefandi innihaldsefni svo húðin fái góðan raka í gegnum daginn.

 Synchro Skin Invisible Silk Loose Powder
Laust púður sem fullkomnar húðina og farðann.
Púðrið kemur bæði í mattri formúlu og annarri sem veitir húðinni meiri ljóma.
Formúlan er afar létt og litalaus en hún dregur úr öllum glans á húðinni og heldur henni jafnari í allt að 8 tíma.
Húðin virðist mýkri og jafnari. Dregur úr húðholum og sest ekki ofan í fínar línur.
Púðrið er alveg litarlaust og skilur ekki eftir sig hvítar rákir eftir myndavéla flass.

Invisible Silk Pressed Powder
Litarlaust púður í föstu formi sem hentar öllum húðgerðum, einnig þeim sem hafa mjög þurra húðgerð.
Létt og mjúk áferð sem fullkomnar húðina.
Púðrið minnkar sýnilegar húðholur, glans og eykur ljóma í húðinni fyrir ferskara yfirbragð
Mött áferð. Ótrúlega flott vara til að hafa í veskinu ef þörf er á lagfæringu yfir daginn.

 

Þessi flotta lína er á leiðinni í verslanir á næstu dögum !

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR