Shiseido launch partý

Á föstudaginn síðasta sló BOX12 til veislu þegar við kynntum nýjungar frá Shiseido í Makeup studio Hörpu Kára. Förðunarfræðingurinn Natalie Hamzehpour sem kennir við skólann sýndi þrjár fallegar farðanir allar með nýjungum frá Shisedo.

Það var ótrúlega gaman að hlusta á Natalie tala og segja frá vörunum en eins og margir vita er Shiseido merki sem hefur verið til mjög lengi en það var stofnað árið 1872 í Japan. Það má sjá japönsk áhrif í mörgum vörum en mikið er unnið með fallega húð og flotta liti.

Fyrsta förðun kvöldsins var graffískur liner og látlausar varir. Natalie sýndi hópnum tvo mismunandi augnblýanta frá Shiseido. Annar örmjór en á sama tíma kremaður svo það er einstaklega auðvelt að nota hann en hinn breiðari og frábært að nota hann sem augnblýant eða yfir allt augnlokið (Micro linker og KAjal IncArtis) Báðir augnblýantarnir koma í nokkrum fallegum litum.

Á varirnar notaði hún VisionAiry gel varalit. Varaliturinn kemur i innsigluðum umbúðum til að halda sem mestum raka í vörunni og þið skiljið af hverju þegar þið prófið hann. Áferðin er einstök en hún er silkimjúk og bráðnar á vörunum! Hægt er að nota hann á allar varirnar eins og venjulegan varalit eða bera hann á miðjuna og dreifa út í enda en það er í anda Japana og sú aðferð sem notuð var í þessari förðun.

Næsta förðun var  “monocrome“ þar sem einn litur, að þessu sinni bleikur er notaður í alla förðunina til að búa til fallegt og frísklegt útlit. Natlalie notaði hér Minimalised Whipped Powder litnum Sonoya  á augu og kinnar til að fá fallegan bleikan lit með ljóma. Áferðin er engri lík eða eins og þeytt gel. Varan bráðnar inn í húðina og skilur eftir sig ljóma og fallegan lit.

 

Þriðja og síðasta förðunin var æðisleg en þar var Auro Dew í litnum 02 notað yfir allt  augnlokið og toppað með crystal gel gloss.

Á varirnar notaði Natalie LacquerInk LipShine sem er fallegur og litsterkur gloss.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR