Shiseido kynnti í haust Synchro Skin línuna sem hefur vakið verðskuldaða athygli síðustu mánuði. Synchro Skin Self-Refreshing farðinn hefur verið einn sá vinsælasti og var meðal annars valinn farði ársins hjá Smartlandi 2019.
Nú kynnir Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Custom Finish púðurfarða. Kremkenndur púðurfarði sem veitir náttúrulega áferð. Auðvelt er að blanda hann og byggja upp. Hægt er að nota svampinn rakann til að bera púðrið á.
Eins og aðrar vörur í Synchro Skin línunni inniheldur púðurfarðinn ActiveForce tækni sem berst gegn hita, raka og olíumyndun. Húðin er ljómandi og frískleg út daginn.
Fullkomið fyrir þær sem ekki eru vanar því að nota farða dags daglega.