Shiseido – Sun Sport

Það er skemmtilegt að horfa til baka og sjá hvað sólarvarnir hafa þróast vel í gegnum árin. Formúlurnar eru farnar að mæta öllum okkar þörfum sem vonandi hefur í för með sér að enn fleiri nýti sér sólarvarnir.

Shiseido er mjög framarlega í sínum sólarvörnum og er það engin undantekning í Sun Sport línunni en hún hefur skemmtilega eiginleika.

Í Sun Sport BB eru vörurnar hannaðar fyrir andlit og með íþróttafólk efst í huga. Hvort sem þú ert í golfi, hjólreiðum, fjallgöngu eða léttri göngu. Sólarvörnin veitir mikla og góða vörn meðan hreyfing er stunduð, því meiri sviti sem myndast því áhrifaríkari verður vörnin.

Formúlurnar hafa vatnsfráhindrandi tækni sem eykur UV vörnina enn meira þegar þú svitnar. Svitinn hefur því enginn slæm áhrif á vörnina sjálfa svo þú getir iðkað þínar hreyfingu áhyggjulaus í sólinni. Sólarvarnirnar hafa einnig háa vörn svo húðin er alltaf vel varin gegn UVA og UVB geislum.
Sun Sport BB verndar húðina einnig gegn ótímabærri öldrun og litarmismun í húðinni.

Sun Sport BB er ekki aðeins sólarvörn heldur einnig léttur farði sem jafnar áferð húðarinnar. Vatnsfráhindrandi tæknin í formúlunni þurrkar upp svitann af húðinni og kemur í veg fyrir að farðinn fari að leka. Þannig nærð þú að halda farðanum og vörninni allan daginn

Sun Sports BB SPF 50+ Sunscreen
Léttur BB farði með miðlungsþekju sem auðvelt er að blanda við húðina og byggja upp. Farðinn helst vel á allan daginn.
Kemur í 4 litum

Sun Sports HydroBB Compact SPF 50+
Kremkenndur farði með léttri púðuráferð. Hefur einnig vatnsfráhindrandi eiginleika svo farðinn endist vel. Húðin er vel nærð af raka og sólarvörn.
Kemur í 4 litum.

     

Það er ekki aðeins andlitið okkar sem þarfnast sólarvörn en líkaminn má ekki gleymast.

Allar Shiseido sólarvarnirnar hafa það sameiginlegt að verða enn áhirfaríkari þegar þær komast í snertingu við vatn eða svita. Þær skilja ekki eftir sig hvítar rákir og verða glærar um leið og þeim er borið á húðina.


Ultimate Sun Protection WetForce SPF 50 + Sunscreen
Einstaklega létt formúla sem verður enn áhrifaríkari þegar hún kemst í snertingu við vatn.
Má einnig nota á andlit og undir farða.

Ultimate Sun Protection Lotion WetForce for Sensitive Skin and Children SPF 50+
Sólarvörn sem er laus við kemísk efni á borð við ilmefni, alkahól og paraben
Hentar viðkvæmri húð sérstaklega vel og fullkomin fyrir börn yfir 6 mánaða.

 


Ultimate Sun Protection Spray SPF 50+ Sunscreen

Einstaklega þæginleg vörn í sprey formi. Má nota á líkama, andlit og hár og er laust við allt klístur

Sölustaðir Shiseido eru:

Hagkaup Kringla
Hagkaup Smáralind
Hagkaup Garðabær
Hagkaup Skeifa
Hagkaup Akureyri

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR