Shiseido – Þú þarft þessar vörur

Dagana 27. maí – 2. júní eru Dolce & Gabbana og  Shiseido kynningadagar og eru allar vörur á 20% afslætti. Einnig ef þú verslar fyrir meira en 7.900 kr færðu veglegann kaupauka. Við elskum Shiseido og vörurnar þeirra svo við tókum saman góðann lista með uppáhalds vörunum okkar.

Vital Perfection Uplifting and Firming Eye Cream & Eye Mask.

Augnkrem sem veitir unglegra og bjartara augnsvæði. Á aðeins einni viku eykst þéttleiki húðarinnar og línur verða minna sýnilegar. Rík formúla sem fer hratt inn í húðina og dregur einnig úr bólgum í kringum augnsvæðið. Augnmaskarnir eru frábærir og virkir sem láta augnsvæðið vera þéttara og sléttara. Augnmaskinn styrkir, gefur góðann raka og dregur úr ummerkjum þreyt og öldrum.

Image result for ultimune eye power infusing concentrate

Ultimune Eye Power Infusing Concentrate

Unaðslegt augnkrem sem styrkir náttúrulegu varnir húðarinnar til að takast á við dökka bauga, þrota, línur og þurrk. Í augnkreminu er Concentrate nær mun dýpra í húðina en serumin gera og virka því enn betur með augnkremunum okkar. Þessi dásamlega vara hentar aldri 25+ og er fullkomið bæði sem fyrsta augnkrem með mikilli virkni eða undir önnur augnkrem til að margafalda virkni þeirra.

Synchro Skin Self-Refreshing Foundation

Ef þú ert ekki búin að prófa Synchro Skin farðann, þá er kominn tími til. Þessi guðdómlegi farði inniheldur ActiveForce tækni sem berst gegn hita, raka, olíu og hreyfingu en með því helst hann flottur út daginn. Formúlan er létt og veitir miðlungs þekju sem auðvelt er að byggja upp. Hann veitir þurri húðgerð raka í allt að 8 tíma en aftur á móti jafnar olíumyndun í olíu mikilli húðgerð. Farðinn hefur unnið til margra verðlauna og ekki að ástæðulausu.

Synchro Skin Self-Refreshing Concealer

Við mælum með að eiga hyljarann ef þú átt farðann, hann er alveg dásamlegur og passar fullkomlega með farðanum. Self Refreshing hyljarann smitar ekki frá sér né sest ofan í fínar línur er hann fullkominn sem augnskugga grunnur. Miðlungsþekja sem veitir náttúrulega áferð á húðinni. Inniheldur Active Force tækni.

Image result for Synchro Skin Invisible Silk Loose Matte Powder

Synchro Skin Invisible Silk Loose Matte Powder

Við höfum séð undanfarið að mött húð er trend og þú nærð því looki með þessu púðri. Púðrið mattar andlitið þitt í allt að 8 tíma og fullkomnar förðunina þína. Syncro Skin púðrið dregur úr húðholum og sest ekki ofan í fínar línur. Púðrið er alveg litarlaust og skilur ekki eftir sig hvítar rákir eftir myndavéla flass.

 Shiseido ControlledCaos MascaraInk

Frábær maskari sem eykur lyftingu augnhárana, hentar vel dagsdaglega og einnig fyrir grafíska förðun. Auðvelt að byggja hann upp, burstinn veitir mikinn þéttleika sem auðvelt er að nota. Lituðu maskarnir eru einstaklega litsterkir án þess að vera skærir. Fjólublár, blár og grænn. Allir gullfallegir á sinn hátt. Vinsælustu maskarar Shiseido.

Image result for Shiseido Brow InkTrio

Shiseido Brow InkTrio

Æðislegur augabrúnapensill sem hægt er að nota á margvíslegan hátt. Pensillinn er örmjór svo hægt er að búa til fallegar strokur í augabrúnirnar á mjög nákvæman hátt. Á öðrum endanum er púðursvampur til að ná fram fylltri áferð og greiða sem mótar brúnirnar. Formúlan smitast ekki og helst vel á í vatni.

Shiseido VisionAiry Gel Lipstick & LipLiner Ink Duo

Gel varalitir sem heldur vörunum mjúkum og veitir þeim hámarks raka. Litirnir eru einstaklega litsterkir og endast í allt að 6 tíma. Formúlan er ótrúlega mjúk og hefur fallegan glans. Við mælum einnig með LipLiner Ink Duo sem er varablýantinur og varagrunnur. Varagrunnur er borinn fyrst á og er gegnsær, léttur grunnur sem undirbýr varirnar. Varablýanturinn er auðveldur í notkun og hægt er að byggja upp styrkleika blýantsins.

*Shiseido fæst í Hagkaup Kringlunni, Smáralind, Garðabæ, Skeifunni og Akureyri.
Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR