Shiseido – Ultimune Defense Refresh Mist

Shiseido Ultimune Power Infusing Concentrate sem allir ættu að kannast við er mest selda vara Shiseido og á hverri sekúndu seljast um 9 stykki! Varan hefur unnið til margra verðlauna og nú bætist stöðugt við Ultimune vörulínuna og við tökum því fagnandi! Nýjasta viðbótin í línuna er Ultimune Defense Refresh Mist sem er kælandi rakasprey.

Ultimune Defense Refresh Mist inniheldur Kirishima vatn sem nærir húðina og piparmyntu extrakt sem styrkir húðina og verndar hana fyrir skaðlegum áhrifum frá umhverfinu. Einnig kemur piparmyntu extrakt í veg fyrir umfram olíu og veitir fallegan ljóma.

Ultimune Defense Refresh Mist er einstklega frískandi og jafnar einnig hitastig húðarinnar. Það má nota á hreina húð enn er einnig æðislegt undir og yfir farða. Það er því fullkomið til þess að vera með í veskinu og grípa í eftir þörfum yfir daginn!

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR