Vörur frá Shiseido sem þú verður að prófa

Kynningarvika Shiseido stendur nú yfir í verslunum Hagkaupa frá 27. ágúst til 2. september. 20% afsláttur af öllum vörum og veglegir kaupaukar í boði! Nú er tækifærið til þess að næla þér í þína uppáhalds vöru eða til að prófa eitthvað nýtt, hér eru nokkrar vörur frá Shiseido sem við mælum með að þú prófir.

Synchro Skin Self-Refreshing Foundation
Farði sem inniheldur ActiveForce tækni sem berst gegn hita, raka, olíu og hreyfingu en með því helst hann flottur út daginn. Formúlan er létt og veitir miðlungs þekju sem auðvelt er að byggja upp. Farðinn hentar öllum húðgerðum. Hann veitir þurri húðgerð raka í allt að 8 tíma en aftur á móti jafnar olíumyndun í olíu mikilli húðgerð. Farðinn hefur unnið til margra verðlauna og ekki að ástæðulausu.

Synchro Skin Self-Refreshing Invisible Silk Pressed Powder
Kremkenndur púðurfarði sem veitir náttúrulega áferð og er auðvelt að byggja upp. Fyrir enn léttari áferð er hægt að nota svampinn rakann þegar púðrið er borið á. Líkt og Synchro Skin Self-Refreshing farðinn inniheldur púðurfarðinn ActiveForce tækni sem berst gegn hita, raka og olíumyndun. Húðin er því ljómandi og frískleg út daginn.

Vital Perfection Uplifting and Firming Eye Cream NÝTT!
Æðisleg viðbót í Vital Perfection línuna! Augnkrem sem veitir unglegra og bjartara augnsvæði. Á aðeins einni viku eykst þéttleiki húðarinnar og línur verða minna sýnilegar. Rík formúla sem fer hratt inn í húðina og dregur einnig úr bólgum í kringum augnsvæðið. Við erum sjúklega spenntar fyrir þessu!

Essential Energy Day Cream SPF 20
Létt rakakrem fyrir allar húðgerðir sem fer hratt inn í húðina og veitir hámarks raka. Sléttir húðina og viðheldur ferskleika hennar. Inniheldur einnig SPF 20 sem verndar húðina fyrir útfjólubláum geislum og mengun. Kremið er ein mest selda vara Shiseido!

Ultimune Power Infusing Concentrate NÝTT!
Frískandi rakasprey sem jafnar hitastig húðarinnar, nærir hana og styrkir. Auk þess verndar það hana fyrir skaðlegum áhrifum frá umhverfinu, kemur í veg fyrir umfram olíu og veitir fallegan ljóma

Complete Cleansing Microfoam
Létt, olíulaus hreinsifroða sem fjarlægir óhreinindi og undirbýr húðina fyrir næstu skref húðrútínunnar. Froðan er einnig mjög góður farðahreinsir en fyrir vatnsheldan maskara er mælt með því að nota augnfarðahreinsi.

Waso Beauty Sleeping Face Mask
Við elskum öll gott dekur en Shiseido Beauty Sleeping Face Mask tekur dekrið á næstu hæðir. Maskinn er stútfullur af næringu og raka. Hann endurnýjar húðina þína meðan þú sefur. Þrátt fyrir 3ja tíma svefn mun maskinn vinna svo vel á húðinni þinni að hún lýtur út fyrir að hafa fengið 10 tíma svefn. Þú vaknar með slétta, ljómandi og fallega húð. Engin ummerki um þreytu

Shimmer GelGloss
Dásamlegt gloss sem veitir hámarks glans. Formúlan nærir varirnar í allt að 12 tíma og gefur þeim aukna fyllingu! Glossinn er tilvalin til þess að poppa upp hina ýmsu varaliti og er ekki klístraður. Hann fæst í 10 litum en við erum að missa okkur yfir þessum minntu bláa!

Minimalist WhippedPowder Blush
Kremaður kinnalitur sem er ótrúlega fallegur á húðinni og einfaldur í notkun. Hann er klárlega ein af okkar uppáhalds förðunarvörum frá Shiseido. Formúlan er bæði litsterk og mött en auðvelt er að blanda hana. Kinnalitinn má einnig nota sem augnskugga.

Reset Cleanser Sugary Chic
Mildur hreinsir til að afeitra húðina og endurstilla. Fjarlægir dauðar húðfrumur, djúphreinsar húðholur og dregur úr olíuframeiðslu. Sugary Chic inniheldur einnig vítamín, steinefni og sapónín.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR