Síðasti séns að nýta TAX FREE!

Eftir góða TAX FREE helgi er loka dagur á morgun og því um að gera að nýta sér afsláttinn og gera góð kaup. Að þessu sinni erum við með góða blöndu af vörum sem að okkur þykir ómissandi í rútínuna.

Guerlain L’essentiel – Guerlain kynnti í síðustu viku nýjan farða -L’essentiel- sem sameinar það besta sem rakakrem og farði hafa uppá að bjóða. Farði sem nærir húðina og verndar en fullkomnar hana á sama tíma. Létt áferð sem leyfir húðinni þinni að anda, verndar hana frá mengun, sólargeislum og skjábirtu en samt nær hann að þekja vel og endist í allt að 16klst.

Chanel BAUME ESSENTIEL – Vorið kemur með glænýja Chanel vöru með sér og við gætum ekki verið spenntari! BAUME ESSENTIEL  eru silkimjúk gel í stifti sem gefa húðinni geislandi ljóma og ferskleika. Notaðu fingurnar til að bera gelið á kinnbeinin, í innri augnkróka, á augnbein og á varir til birta.

Elizabeth Arden Eight hour oil- Létt, silkimjúk formúla full af Tsubaki-olíu, nýjasta fegurðar-hráefninu. Olíuna er hægt að nota á allan líkamann en hún mýkir húðina og gefur hárinu fallegan ljóma. Það er vísindalega sannað að olían endist í 8–12 klukkutíma og er hún því besta lausnin á djúpnæringu. Hvenær sem er, hvar sem er. Algjör bjargvættur fyrir alla fjölskylduna!

Clarins Hydra-Essentiel Silky Cream- Fullkomið rakakrem fyrir venjulega og þurra húð. Einstök blanda innihaldsefna hálpa húðinni við framleiðslu hyaluronic sýra svo húðin haldi betur í raka. Húðin helst rakamettuð allan daginn og er vel varin gegn umhverfisáhrifum.

Related image

GOSH 3 in 1 Hybrid eyes– Þessi nýjung frá GOSH er frábær viðbót í snyrtibudduna. Þessa kremuðu vöru er hægt að nota sem augnskugga, eyeliner eða augabrúnagel. Áferðin er silkimjúk hvort sem að þú vilt ná fram Smokey augnförðun, fallegum liner eða eitthvað náttúrulegra er þetta vara sem að við mælum með að þið prófið.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR