Skemmtilegt serum frá Clarins með skemmtilega eiginleika

Clarins er afar þekkt merki sem hefur þróað hágæða húð og snyrtivörur í ótal mörg ár.
Þeirra nýjasta serum er V Shaping Facial Lift. Það má segja að serumið gegnir ólíkum tilgangi en flest önnur serum.

 
Serum er oftast nær þunn formúla sem við setjum á hreina húð á undan rakakreminu okkar. Serum gengur dýpra í húðina og er því virkara en rakakremin okkar og vinnur því meira á húðinni okkar.
V Shaping Facial Lift er ekkert venjulegt serum en það er bundið afar skemmtilegum eiginleikum.

Andlitið okkar mótast af kollagen framleiðslu húðarinnar. Kollagenið viðheldur þéttleika húðarinnar og stinnleika. Með aldrinum hægir á kollagen framleiðslunni og húðin okkar tapar þéttleika sínum. Oft myndast bjúgur og bólgur myndast hraðar þegar kollagen framleiðslan húðarinnar hægir á sér.

       

V Shaping Facial Lift berst með öllu afli gegn niðurbroti kollagen í húðinni okkar. Með reglulegri notkun fer serumið að móta og tóna andlitsfall okkar upp á nýtt með að auka þéttleikann í húðinni. Serumið er einnig bundið þeim eiginleikum að veita létta vatnslosun en formúlan berst gegn öllum bólgum og þrota sem hafa myndast.  Hýalúrónsýra sér til þess að rakinn bindist í húðinni okkar svo hún haldist þétt og falleg. Eftir örfáar vikur verður andlitsfallið mótaðara og húðin þéttari og geislandi.

V shaping Facial Lift inniheldur fjöldan allan af plöntuþykkni sem sem róa húðina, næra hana og veita henni dásamlega mýkt.
Serumið verndar húðina einnig frá frekari skemmdum völdum mengunar og útfjólubláum geislum.

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR