Sólarvarnir – Hversu mikilvæg er hún?

Með hækkandi sól og hita eru eflaust margir farnir að plana sumarfríið sitt og jafnvel einhverjir sem fljúga á vit ævintýranna í frekari sól og hita.

Útfjólubláir geislar sem koma frá sólinni eru mjög skaðlegir fyrir húðina.
Sama í hvaða hitastigi við spókum okkur í ætti sólarvörnin aldrei að vera langt undann.

   

Útfjólubláu geislunum má skipta í tvö form.
UVA og UVB geislum.
UVA geislar hafa mestu áhrifin á öldrun húðarinnar. Húðin eldist hraðar, fær dýpri línur og hrukkur og öldrunarblettir myndast. UVA geislarnir komast vel í gegnum gler og erum við því í hættu þegar við keyrum bílinn okkar eða sitjum fyrir framan glugga með sólina á móti okkur ef við erum ekki vel varin.
UVB geislar gera húðina brúna en eru einnig geislarnir sem brenna húðina. Það tekur ekki nema 20 mínútur fyrir húðina að byrja brenna án sólarvarnar.
UVB geislarnir komast ekki í gegnum gler en báðir geislarnir eru krabbameinsvaldandi og því er mikilvægt að fjárfesta í góðum sólarvörunum sem vernda húðina gegn báðum geislum.

Hér að neðan eru nokkrar góðar sólarvarnir sem vernda húðina þína og halda henni fallegri í allt sumar.

Clarins.

Ný og endurbætt sólarlína sem setur jörðina í fyrsta sæti. Pakkningarnar eru allar endurunnanlegar og formúlurnar eru ríkar af jurta þykkni sem vernda og næra húðina þína

 

Shiseido

Varnirnar frá Shiseido eru framleiddar með vatnsfráhindrandi tækni. Vatn og sviti styrkir vörnina enn meira og gerir það að verkum að húðin þín fær extra mikla vörn. Hvítt krem sem breytist í glært við notkun.

 

Chanel

Verndar húðina gegn sólargeislum og öðrum skaðlegum umhverfisþáttun. Húðin fær mikla næringu og fallegan ljóma. Hentar vel undir farða.

 

Njóttu sumarsins áhyggjulaus með fallega húð.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR