Sólkysst húð í vor sólinni

Eru þið að finna vor lyktina í loftinu? Sólin okkar kæra hefur verið dugleg að láta sjá sig undanfarið og það gleður okkur og eflaust flesta! Loftið fylltist allt í einu af vor ilm og gleðin leynir sér ekki hjá landsmönnum. Við ætlum svo sannarlega að njóta þess að fá þetta æðislega veður en þá er tímabært að taka fram litríkari fatnað og snyrtivörur og þó svo að sólin gefi okkur ekki sólkyssta húð er lítið mál að ná því útliti! Ef þið viljið ná fram smá sumar ljóma og brons þá mælum við með þessum!

Terracotta sunless

Frábært sprey fyrir þær sem vilja sjá árangur strax en halda aðeins lengur í brúna litinn. Brúnkan eykst eftir því sem þú notar spreyið oftar. Fyrsta umferð gefur fallegan sumarljóma og brons en umferð tvö á öðrum degi gefur ennþá dýpri lit og fyrir þær sem vilja mjög djúpa brúnku er fallegt að fara þriðju umferð á þriðja degi. Eftir það er gott að nota spreyið einu sinni til tvisvar í viku til að viðhalda fallegum bronsuðum lit. Góð lykt, falleg brúnka og nærandi innihaldsefni, meðal annars Aloa Vera.


Terracotta Spray

Eins og farði í sprey formi fyrir líkama og andlit. Gyllt og sólksst á nokkrum sekúndum með þessu æðislega spreyi sem gefur bæði þekju og lit. Frábært fyrir þær sem eru að fara eitthvað með stuttum fyrirvara og vilja fallega og jafna brúnku. Smitar ekki frá sér eftir að það hefur þornað og gefur fallegt sumarlegt útlit. Æðislegt sérstaklega fyrir bera leggi!


Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR