Sólkysst og sumarleg húð með Chanel

Sólkysst og sumarleg húð er förðunartrend sem mun líklegast seint fjara út.
Áherslan er lögð á létta farða, ljóma, fallegar og hlýjar sólarvörur.
Dagana 16-18.maí eru kynningadagar á Chanel förðunarvörunum í Makeup Gallery Akureyri. Chanel á ótal fallegar förðunarvörur sem auðvelt er að vinna með til að framkalla sólkyssta og sumarlega húð.

1. Le Blanc de Chanel Multi-Use Illuminating Base

Farðagrunnur sem jafnar áferð húðarinnar, sér til þess að farðinn endist lengur og veitir húðinni fallegan ljóma sem skín í gegnum farðann.
Multi-Use Illuminating Base má einnig nota einan og sér, sem hyljara fyrir roða og dökka bletti eða yfir farða fyrir extra ljóma. Vinsæl vara hjá förðunarfræðingum.

2. Les Beiges Water Fresh Tint

Fyrir sólkysst og sumarlegt lúkk er mikilvægt að húðin fái að njóta sín sem best. Léttir farðar eru því frábærir að því leyti að hin náttúrulega húð fær að skína í gegn, hvort sem það er ljómi húðarinnar eða fallegar freknur.
Water Fresh Tint er farði sem inniheldur 75% vatn og örsmáar ambúllur sem bráðna inn í húðina og skilja eftir sig létta en fallega þekju. Berið farðan á í hringlaga hreyfingum með burstanum.

3. Vitalumiére Aqua – Ultra- Light Skin Perfecting Makeup SPF15

Létt þekja og vekur upp þreytta og stressaða húð. Hýalúrónsýra sér til þess að áferð húðarinnar verður jafnara og yfirlit hennar heilbrigðara. Farðinn hefur vörn SPF15. Hristið flöskuna fyrir notkun og berið farðann á með fingrunum fyrir fallega og náttúrulega þekju.

4. Soleil Tan De Chanel – Bronze Universel Bronzing Makeup

Sólkysst húð einkennist af fallegri hlýju í andlitinu.
Soleil Tan er matt sólarpúður í kremkenndri formúlu sem býr til sumarlega og sólkyssta áferð. Vöruna má nota yfir farða eða eina og sér.
Húðin verður samstundis ferskari og sumarlegri. Sniðugt er að blanda vörunni létt við krem og bera á bringu og axlir.

5. Les Beiges Healthy Glow Sheer Colour Stick

Krem kinnalitir eru ómissandi í sumarlúkkið.
Stift form með dásamlegri formúlu sem bráðnar fallega inn í húðina.
Kinnaliturinn er vel þekjandi og auðvelt er að nota hann einn og sér eða yfir farðann. Húðin fær samstundis ferskara yfirbragð. Blandið létt með hringlaga hreyfingum.

6. Les Beiges Healthy Glow Luminous Multi Colour

Sólarpúður með léttum ljóma sem blandast einstaklega vel við farða og veitir húðinni fallegri hlýju. Létt púður áferð sem er auðveld í notkun og hentar öllum húðlitum.

7. Poudre Lumiére Highlighting Powder

Punkturinn yfir i-ið í sólkysstri förðun. Létt ljómapúður sem fær húðina til að geisla.
Berist á kinnbein, fyrir ofan varabogann, nefið og undir augabrúnir.

8. Rouge Coco Flash

Það er ekkert fallegra en skærir og glansandi varalitir.
Rouge Coco Flash eru gegnsæir og litsterkir varalitir sem veita vörunum þínum næringu í allt að 8 tíma
Endingagóð formúla sem inniheldur smjör sem bráðnar á vörunum og breytist í gegnsæja næringaríka olíu.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR