Sumarið er komið með Aqua Allegoria frá Guerlain

Ilmirnir í Aqua Allegoria línunni frá Guerlain hafa verið vinsælir í um 20 ár og ört bætist í safn einstakra ilma. Þetta árið bætast við þrír ilmir sem eru hver öðrum ferskari en þeir eru Flora Cherrysia, Coconut Fizz og Ginger Piccante.

Ilmirnir eru ferskir en allir með einstakan undirtón sem gefur okkur sumar kítl í magann! Hönnunin á glösunum er einstaklega falleg og algjört skraut á snyrtiborðinu.

 

Japanskir töfrar með Flora Cherrysia

Ilmurinn er innblásinn af Cherry blossom trjám sem blómstra í Japan og bera nafnið Sakura. Til að fullkomna ilminn er bergamot, peru, fjólu og hvítu musk bætt við. Ávextir gefa ilminum ferskleika, en fjóla og musk ró og jafnvægi.

Kókos draumur með Coconut Fizz

Kókos kokteill með hint af bergamot, freesia, tonka baunum og sandalvið. Ferskleikinn leynir sér ekki í þessum dásamlega ilmi sem gefur okkur sumar beint í æð! Fullkomin blanda af ferskleika og musk.

Hinn kraftmikli Ginger Piccante

Kraftmikill ilmur af Ginger blómum frá Asíu. Til að mynda fullkomið jafvægi á þessum ferska ilm má finna hint af bergamot, rós, cedar og hvítu musk. Ferskur en kryddaður á sama tíma. Góð blanda af báðu!

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR