Sunnudags dekur!

Það er fátt betra en að slappa af á sunnudagskvöldum, borða góðan mat, eyða tíma með fjölskyldunni, horfa á ófærð og enda kvöldið á góðu dekri!

Dekur kvöldið okkar þetta sunnudagskvöldið hljómar svona….

Guerlain Mousse de beauté

Hreinsivara sem virðir vistkerfi húðarinnar, veitir andoxun og vinnur gegn bólgum.

Kjarna innihaldsefnið í Beauty Cleansers línunni er black cumin olía sen gefur raka, róar og mýkir. Hún eyðir jafnframt áhrifum mengunar í húð (andoxun) og vinnur gegn bólgum. Mildur ilmurinn er unnin úr jasmin, musk og hvítu te. Mousse de beauté er létt froða sem breytist í krem við notkun. Setjið á raka húð og vinnið með fingrum, skola af með volgu vatni.

Image result for Guerlain Mousse de beauté

Guerlain Abeille Royal – Repairing Honey Mask

Hunangsmaski sem eflir viðgerðareiginleika húðarinnar þar sem kraftur af hreinu royal-jelly, blandað sérhæfðri framleiðslu Guerlain veitir einstaka upplifun og sýninlegan árangur. Maskinn er borinn á hreina húð, háls og bringu eftir þörfum, eða tvisvar til þrisvar í viku yfir veturinn eða þegar miklar breytingar eru á veðri. Hann er hafður á húðinni tíu mínútur og síðan er hann strokinn af með mjúkum klút eða þurrku. Það má einnig sofa með hann og það getur jafnvel verið mjög gott ef frost, mengun og kuldi áreita húðina.
Árangurinn leynir sér ekki. Við fyrstu kynni er húðin mjúk og stinn en eftir reglubundna notkun eflist viðgerðarhæfni húðar og hún öðlast fyllingu og þéttleika sem áður hafði tapast.

Related image

 

Guerlain Midnight secret

Við þekkjum það mörg hversu erfitt það getur verið að vakna snemma á mánudags morgnum, sérstaklega þegar það er farið að kólna og ekki eins bjart. Húðin er oft aðeins erfiðari eftir helgina sérstaklega ef við leyfum okkur aðeins meira en vanarlega.. Varan sem okkur langar að mæla með á þessu sunnudagskvöldi er næturkrem. Þetta undra krem hreinlega endurvekur húðina ásamt því að næra hana vel. Burt með þrota og þreytu, halló ferskleiki og ljómi!

Related image

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR