TAX FREE 5-9.SEPTEMBER

Það er komið að Tax Free dögum í verslunum Hagkaups.
Núna er tækfifærið til að endurnýja gömlu góðu snyrtivörurnar og tríta sig jafnvel með smá nýjungum í leiðinni.

BOX12.is mælir með að þú kíkir á þessar vörur:

 1. Elizabeth Arden Green Tea Honey Drops Body Cream
Vinsælasta líkamskreið til margra ára !
Kremið veitir húðinni hámarks raka. Formúlan inniheldur blöndur af hunangi en ilmurinn af grænu tei hjálpar til að róa húðina og næra.
Þetta er kremið sem mun koma þér í gegnum veturinn.
** Það eru Elizabeth Arden dagar í verslunum Hagkaupa sem þýðir tvöfaldur afsláttur meðan Tax Free stendur yfir **

 2. Elizabeth Arden Great 8 Daily Moisturizer
8 frábærir eiginlegar með aðeins einu skrefi.
Þetta nýja rakakrem er miklu meira en rakakrem, meira en sólarvörn. Great 8 er allt sem þú þarfnast í einni túpu, líkist Eight Hour kreminu vinsæla en núna hannað sérstaklega sem rakakrem fyrir andlitið. Rakakremið verndar húðina og veitir henni náttúrulegt og fallegt yfirbragð. Formúlan er létt og gefur húðinni dásamlega mýkt og náttúrulegan ljóma.
Hentar öllum húðtýpum.
** Það eru Elizabeth Arden dagar í verslunum Hagkaupa sem þýðir tvöfaldur afsláttur meðan Tax Free stendur yfir **

 3. Clarins V Shaping Facial Lift Serum
Þetta frábæra serum hefur einstaka eiginleika sem mótar andlitsfallið meðan það veitir húðinni okkar góða næringu.
Serum vinnur vel að þétta húðina, draga úr bólgum og þrota. Formúlan veitir hámarks næringu, ljóma og fallega áferð á húðina okkar. Með reglulegri notkun verður húðin silki mjúk, án allra bólgu eða þrota. Andlitsfallið verður jafnara.

 4. Chanel Gabrielle Essence
Glæný viðbót við vinsæla ilm Chanel Gabrielle en hann ber nafnið Gabrielle Essence. Þessi dásamlegi ilmur er bjartur, ferskur og ber einstakar nótukjarna af hvítum blómum. Aðal nóta ilmsins er Tuberose en það er gaman að segja frá því að Chanel ræktar sín eigin Tuberose plöntur. Nótur af Jasmín, Ylang-Ylang og Orange Blossom eru einnig alsráðandi.
** Það eru Chanel dagar í verslunum Hagkaupa sem þýðir tvöfaldur afsláttur meðan Tax Free stendur yfir **

 5. Chanel Rouge Allure Velvet
Mjúkir og mattir varalitir sem liggja þæginlega á vörunum. Djúpir og litsterkir litir sem endast vel. Enginn þurrkur, aðeins fallegar varir allann daginn.
** Það eru Chanel dagar í verslunum Hagkaupa sem þýðir tvöfaldur afsláttur meðan Tax Free stendur yfir **

 5. Guerlain Abeille Royale Day Cream / Night Cream
Guerlain Abeille Royale kremin eru nú komin í nýja og endurbættari formúlu.
Dagkremið inniheldur hágæða hunang sem endurnýjar húðina. Vítamín C þéttir húðina, vinnur gegn fínum línum og sér til þess að húðin viðhaldi ljóma sínum.
Næturkremið inniheldur einnig hágæða hunang frá svörtu býflugunni og Vítamin E. Vítmínin koma í veg fyrir kollagen niðurbroti og hjálpa húðinni að halda sér þéttri ásamt því að vinna gegn ásýnd fínna lína.

 7. Minimalist WhippedPowder Blush
Krem kinnalitir eru mjög vinsælir í dag. Þessi frábæri kinnalitur frá Shiseido hefur létta krem áferð sem leyfir húðinni að anda vel. Liturinn endist ótrúlega vel og formúlan gefur fallega matta áferð.
Einstaklega fallegt á varir og augu líka. Þessi vara er ein af uppáhalds vörum Patrick Ta förðunarfræðings en hann er vinsæll förðunarfræðingur sem farðar meðal annars Adriana Lima, Ariana Grande og Blake Lively

8. Clarins Everlasting Youth Fluid
Nýr farði í Clarins sem hentar öllum húðgerðum.
Hann er hannaður fyrir konur á þrítugsaldri sem vilja léttan en fallegan farða.
Farðinn er einstaklega léttur á húðinni en auðvelt er að byggja hann upp.
Húðin fær að anda og hefur fallegan ljóma. Með reglulegri notkun veitir farðinn húðinni góðan raka, mýkt og endurnýja ljóma sem hefur glatast.

 9. Nip+Fab Tan – Tan Mist
Þó sólin sé minna á lofti er vel hægt að spóka sig um með fallega brúnku. Nip+Fab gaf út frábæra brúnku línu núna í sumar og inniheldur línan meðal annars þetta frábæra brúnkusprey.
Brúnkuspreyið gefur léttan og fallegan lit. Mjög einfalt í notkun, spreyinu er spreyjað létt á húðina og leyft að þorna. Ekkert klístur og smitar ekki frá sér.
Má nota í andlit.

 10. Guerlain Mon Guerlain Intense
Fullkomin viðbót í Mon Guerlain seríuna en þessi dásamlegi ilmur var að lenda í verslunum. Topp nótur ilmsins eru Bergamot, Mandarína og Lavender meðan hjartað ber jasmín, Tahiti vanilla, Madagascar vanilla.
Botninn gefur okkur dýpri og sterkari nótur af sandelvið, lakkrís, patchouli og white musk.
Afar djúpur, seiðandi og kvenlegur ilmur. Hægt er að lesa meira um ilminn hér

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR