TAX FREE Helgi !!

Núna er tíminn til að hefjast handa í jólainnkaupum því það er TAX FREE í öllum verslunum Hagkaups dagana 14-17.nóv.

BOX12 er að sjálfsögðu með TAX FREE listann tilbúinn

 

1. Nip+Fab Tan Fake Tan Mousse Express – Caramel
Fullkomin brúnka á undir 3 tímum. Dásamleg brúnkufroða sem er afar auðveld í notkun. Grunnur froðunnar rakagefandi og gefur jafnan og fallegan lit. Formúlan inniheldur Glýkólsýru sem tekur í burtu allar dauðar húðfrumur og jafnar litinn. Aloe Vera veitir húðinni góðan raka og róar hana.
Hægt er að stjórna hversu sterkur litur myndast með því að skola litinn af eftir 1, 2 eða 3 klukkustundir
1 klukkustund fyrir ljósan lit,

2 klukkustundir fyrir miðlungs lit eða

3 stundir fyrir dökkan lit.

2. Shiseido Synchro Skin Cushion Compact
Nýr Cushion farði frá Shiseido sem veitir miðlungsþekju. Auðvelt er að byggja farðann upp fyrir frekari þekju.
Þessi dásamlegi farði inniheldur ActiveForce tækni og aðlagast að þinni húðgerð en verndar hana gegn öllum umhverfisþáttum og áhrifum sem eiga að draga úr virkni farðans yfir daginn.
Farðinn endist í allt að 16 tíma, hefur vatnsfráhindrandi áhrif, smitar ekki né sest ofan í fínar línur.
Svampur fylgir með farðanum sem er auðveldur til notkunar en einnig má bera hann á með bursta.

3. Clarins Face Scrub
Þrír andlitskrúbbar sem gera kraftaverk fyrir húðina. Það er mikilvægt að nota andlitsskrúbb 1-2x í viku en það er einnig afar mikilvægt að velja skrúbb sem fer vel með húðina. Clarins hefur 3x frábæra skrúbba og eru þeir allir ólíkir og hannaðir til að mæta ólíkum þörfum.
Fresh Scrub: nærir húðina, jafnar áferð hennar og litarhaft. Eykur rakann í húðinni og skilur hana eftir þéttari og rakameiri. Hentar öllum húðgerðum.
Pure Scrub: Skrúbbur með bakteríudrepandi eiginleika sem fyllir húðina af góðum andoxunarefnum. Skrúbburinn djúphreinsar húðina, hreinsar upp úr húðholum og veitir henni ferskara yfirbragð. Hentar vel fyrir olíumikla húð
Comfort Scrub: Skrúbbur fyrir viðkvæma húð en Wild Mango Butter er eitt af aðal innihaldsefnum í þessum frábæra andlitskrúbb. Húðin fær mikla mýkt og mikinn raka en skrúbburinn verndar einnig húðina og róar hana.
Má einnig nota sem varaskrúbb.

4. Guerlain Parure Gold
Það þekkja eflaust margir þennan dásamlega farða en hann er nú kominn aftur í nýjum gullfallegum umbúðum og með endurbættari formúlu.
Farðinn er endingabetri en hann endist í alltaf að 24 klukkustundir og veitir hámarks raka allann tímann. Formúlan er frábær í miklum raka og miklum hita og með reglulegri notkun verður húðin þéttari. Inniheldur ekta gull agnir og veitir fallega satín áferð.

5. Chanel NOIR ET BLANC DE CHANEL- LE VERNIS
Haust og vetrarlínan frá Chanel er engu lík en hún kemur skemmtilega á óvart með svörtum og hvítum litum í aðalhlutverki.
Naglalökkinn í línunni eru afar einföld en þau eru svört og hvít. Kaldir litir en klassískt sem er fullkomnið fyrir komandi vetur.

6. Clarins Joli Blush
Það verða allir að eiga að minnsta kosti einn fallegan kinnalit í veskinu en þessir kinnalitir eru nýjir frá Clarins og hver öðrum fallegri.
Létt áferð sem auðvelt er að byggja upp. Olían í formúlunni veitir góðan raka og sér til þess að áferðin setjist ekki í þurrkubletti.
Stór og góður spegill er í öskjunni og góður bursti fylgir með.
Kemur í 6x litum.

7. Elizabeth Arden Great 8 Daily Moisturizer
8 frábærir eiginlegar með aðeins einu skrefi.
Þetta nýja rakakrem er miklu meira en rakakrem. Great 8 er allt sem þú þarfnast í einni túpu, líkist Eight Hour kreminu vinsæla en núna hannað sérstaklega sem rakakrem fyrir andlitið. Rakakremið verndar húðina og veitir henni náttúrulegt og fallegt yfirbragð. Formúlan er létt og gefur húðinni dásamlega mýkt og náttúrulegan ljóma.
Hentar öllum húðtýpum.

8. Chanel Le Volume De Chanel
Maskari sem gefur mikið volume.
Það sem gerir hann einstakan er að hann hefur náttúrulegt vax og acacia gum sem ýkir krulluna og heldur henni allan daginn. Þú værð einnig lengri og þykkari augnhár með Le volume en hann er vinsælasti maskari Chanel.

9. Guerlain KISSKISS Matte
Rakagefandi varalitir sem þétta varirnar og veita hármarks endingu. KISSKISS matt eru gullfallegir mattir litir sem eru litsterkir og endingagóðir. Formúlan inniheldur hýalúrónsýru og olíur sem næra varirnar svo þú finnur ekkert fyrir því að þú sért með mattan varalit á vörunum.
Nærðu varirnar þínar með fallegum varalit í leiðinni.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR