TAX FREE óskalistinn- Vörur sem eru frábærar fyrir sumarið!

Chanel Les Beiges, healthy glow foundation

Þessi frábæri farði frá Chanel gefur húðinni góðan ljóma og þökk sé Hyloronic sýrum veitir hann húðinni raka yfir allan daginn. Healty glow farðinn gefur létta til miðlungs áferð sem auðvelt er að byggja upp. Þessi er fullkominn fyrir þær sem vilja ferskt útlit!

Guerlain Terracotta Rêve d’Été

Náttúruleg áferð sem gefur húðinni sólkysst útlit. Terracotta Rêve d’Été gelið gefur létta þekju og æðislegan lit eins og þú sért nýkomin heim af ströndinni. Freknur sjást í gegn en húðholur virðast minni og húðlitur jafnari. Ljómandi, bronsuð húð á nokkrum mínútum, sumar brúnkan er komin til að vera!
Kokteill af nærandi innihaldshefnum eins og ferskju lauf extract, einnig bæði C og E vítamín. Fullkomið til að vekja upp húðina eftir langan vetur og gefa raka en á sama tíma fallegan sumarljóma. Áferðin er létt og klístrast ekki svo þú finnur ekki fyrir því að vera með farða.

Versace, Dylan Blue

Dylan Blue er æðislegur blóma-ávaxta ilmur með musk í undirtón sem gerir hann einstakann og fullan af þokka og glæsileika. “Þessi ilmur er minn óður til kvenleikans, sterkur, þokkafullur en á sama tíma fágaður ilmur fyrir konunar sem þekkja sinn eigin styrk.“ -Donatella Versace

Shiseido Benefiance Extra Creamy cleansing foam

Andlitshreinsir sem unnin er upp í ríka froðu. Hreinsar húðina á einstakan hátt og skilur húðina efir silkimjúka og tæra. Frábært að nota froðuna með Shiseido hreinsiburstanum.

Shiseido, cleansing massage brush

Hreinsi og nuddbursti, veitir djúpa hreinsun á mildan hátt.

Elizabeth Arden Green tea Fig, Honey Drops Body lotion

Kremið með unaðslegum ilmi. Honey Drops kremið er þykkt og nærandi og inniheldur litla hunangsdropa sem springa á húðinni þegar kremið er borið á. Hunang hjalpar til við að læsa raka djúpt ofan í húðina. Kremið er fljótt að fara í húðina og húðin verður silkimjúk.

Mon Guerlain Florale

Léttur og ljómandi ilmur sem að líkist nýum blómvendi sem að þú keyptir fyrir sjálfa þig. Ilmurinn gefur þér ákveðið frelsi og magnar trú þína á eigin draumum og markmiðum. Mon Guerlain Florale edp er léttari en sá upprunalegi og er auðveldara að leika sér með hann.

Clarins SOS Primer

Ertu að leita eftir vöru sem hjálpar til við að hylja bauga, bólur, roða, bláma eða viltu bara aðeins meiri frískleika og ljóma? SOS faðagrunnarnir frá Clarins eru þá alveg málið fyrir þig! Primerarnir koma í 6 mismunandi litnum sem vinna á misjöfnum “vandamálum“. Hérna ætlum við að fara í gegnum hvað hver litur gerir til að auðvelda ykkur valið. Allir primerarnir eru rakagefandi og henta öllum húðtýpum. Þeir vernda húðina gegn umhverfisáhrifum, gefa jafnan húðlit og silkimjúka áferð.
 

Engin ummæli sem stendur

Comments are closed

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR