Dagana 24. febrúar til 3. mars eru Tax Free dagar í verslunum Hagkaups. Við elskum Tax Free og settum saman þennan frábæar lista með okkar uppáhalds vörum. Við höfum fengið slatta af nýjum vöru svo við erum með frábært úrval af vörum fyrir þig!
Total Cleansing Oil & Toning Lotion Hydrating frá Clarins
Þessi tvenna er must have! Unaðsleg hreinsiolía sem fjarlægir auðveldlega mikinn farða sem og vatnsheldann farða. Hreinsivatnið sér svo til þess að hreinsa burt þau óhreinindi sem eftir voru. Hreinsiolían og vatnið hentar öllum húðtýpum og skilja húðina eftir silkimjúka. Einnig er hreinsivatnið alkahóllaust, heldur örverumyndun í jafnvægi og jafnar hverja húðgerð.
Double Serum frá Clarins
Þetta tveggjafasa serum er einstakt og hentar öllum húðgerðum. Serumið vinnur á að jafna húðlit og húðáferð. Línur og húðholur minnka töluvert á meðan húðin er rakamettuð og ljómandi. Það er ekki af ástæðu lausu að Double Serumið frá Clarins er vinsælasta varan þeirra.
Just Click It maskari frá GOSH
OKEI vá er góð lýsing á þessum geggjaða maksara! Þú opnar maskarann með að ýta lokinu niður eins og á penna. Maskarinn lengir og þykkur augnhárin þín, en burstinn er þykkur og nær því öllum augnhárunum auðveldlega. Þú verður eiginlega að prófa þennann.
Re-Boost Refreshing & Roll-on Eye de-puffer frá My Clarins
Vantar þig nýtt rakakrem og nýtt augnkrem sem gefa andlitinu þínu ferskleika, þá gæti þetta verið fyrir þig. Re-Boost Refreshing er fyrir blandaða húð, kremið er létt og með gelkennda áferð sem hverfur samstundis inn í húðina. Roll-on eye de-puffer er með stálkúlu sem er kælandi og rakagefandi augkrem. Minkar ummerki þreytu og frískar upp augnsvæðið.
Synchro Skin Radiant Lifting Foundation frá Shiseido
Farðinn sem allir eru að tala um en Shiseido Radiant Lifting gefur húðinni þinni ótrúlega fallega útgeislun og ferskleika yfir daginn. Farðinn gefur miðlungs þekju, fyllir í fínar línur og hrukkur og gefur húðinni góðann raka. Þessi unaðslegi farði crease’ast ekki né smitar út frá sér.
Ginza Eau De Parfum frá Shiseido
Nú eru liðinn fimm á frá því að Shiseido gaf út síðasta ilminn en á þessum fimm árum hafa þau verið að þróa Ginza. Ilmurinn er ferskur blómvöndur með við og musk í botninn. Ginza opnar með geislandi granatepli og krydduðum bleikum pipar. Hjarta hans einkennist af jasmín, magnólíublómu og japanskri orkídeu. Þessar viðarnótur liggja svo að botni, sandalviður, patchouli og hinoki viður.
Charcoal & Mandelic Fix Gel Cleanser frá NIP+FAB
Í hreinsigelinu má finna milda mandelsýru og róandi bambusvatn sem sjá til þess að allur farði fari auðveldlega af og skilji húðina eftir fríska og rakamikla. Koladuftið er öflugt náttúrulegt innihaldsefni sem dregur óhreinindi úr svitaholum og sléttir húðáferð. Gelinu er nuddað á raka húð, passa skal að hreinsigelið fari ekki í augun og svo skolað af.
Very Good Girl & Bad boy frá Carolina Herrera
Ilmirnir frá Carolina Herrera eru alltaf vinsælir og núna voru þeir að gefa út nýja ilmi. Very Good Girl er mjög sætur en helstu nótur í honum eru rifsber, rós og vanila. Bad Boy EDP er mjög arómatískur en helstu nótur ilmsins eru kanabis, svartur pipar og leður.