TAX FREE !

Það elska allir að gera góð kaup á flottum og vönduðum vörum.
Dagana 4.-8.júlí eru Tax Free dagar í öllum verslunum Hagkaups.
Box12.is kynnir fyrir þér nýjar, klassískar og umfram allt vandaðar vörur.
Núna er tíminn til að tríta sig.

 1. Jean Paul Gaultier La Belle & Le Baue
Adam og Eva einkenna nýjustu ilmi franska hönnuðsins Jean Paul Gaultier
Einstaklega djúpir, kynþokkafullir og seiðandi en umfram allt skemmtilegir.
Glösin eru bæði gullfalleg og ilmirnir dásamlegir.

 2. Elizabeth Adren Retinol Ceramide Capsules
Nætur serum sem inniheldur bæði Ceramide og Retinol. Formúlan hægir verulega á öldrunarferli húðarinnar. Serumið vinnur gegn fínum línum, jafnar áferð húðarinnar og veitir henni bjartara yfirbragð.
Sýnilegur árangur á aðeins einum mánuði.

 3. Terracotta On The Go Foundation Stick
Terracotta On The Go er vinsælasta lína sumarsins en stift farðinn í línunni er ómissandi í snyrtisafnið. Farðinn er einfaldur í notkun, bráðnar fallega inn í húðina og endist allann daginn.
Mjúk formúla sem blandast vel og auðveldlega.

 4. Shiseido – Rising Sun
Ilmurinn sem verndar húðina þína í sólinni.
Þessi dásamlegi ilmur er ekki aðeins léttur og ferskur, en hann er laus við öll innihaldsefni sem hafa áhrif á ljósnæmni. Ilmurinn hefur þar af leiðandi engin skaðleg áhrif á húðina þína í sólarljósi.
Sumarlegur, frískandi og orkumikill ilmur.

 5. Chanel Cruise 2019 Collection – Ombre Premiére Gloss
Þessi gelkenndi gloss var sérstaklega hannaður fyrir Chanel Cruise 2019 línuna en hann má nota til að birta upp fallega augnförðun.
Glossið má nota eitt og sér eða yfir aðra augnskugga til að ýkja þá enn frekar með fallegri gloss áferð.

6. Clarins Wonder Perfect Mascara 4D
4D er nýjasti maskarinn hjá Clarins fjölskyldunni en hann inniheldur allt sem góður maskari þarfnast. Maskarinn bæði lengir augnhárinn, lyftir þeim, aðskilur og nær vel til þeirra minnstu augnhára svo engin augnhár eru skilin útundan.
Formúla sem er endingargóð og fer vel með augnhárin þín.

 7. Clarins Instant Natural Lip Perfector
Vinsælustu glossin ár hvert en Clarins Instant Natural Lip Perfector, öðru nafni „túpuglossin“ eru dásamleg gloss sem innihalda næringaríka formúlu.
Glossin veita vörunum þínum léttan og fallegan lit en Akasíutré og jurtavax gefa vörunum næringu ásamt því að vernda þær, mýkja og þétta.

8. Guerlain Terracotta Tinted Skincare Jelly
Gelkennd formúla sem veitir húðinni þinni fallegt og sólkysst yfirbragð. Húðin fær góðan raka og fallegan lit og er formúlan án alkahóls.
Fullkomið til að blanda saman við rakakrem eða farða.
Má líka nota eitt og sér.

 9. Shiseido Synchro Skin Glow Luminizing Fluid Foundation
Fallegur farði sem veitir húðinni náttúrulega áferð sem endist allan daginn. Synchro Skin Glow hefur miðlungs þekju en formúlan er mjög létt húðinni. Húðholur minnka, aukinn raki og húðin fær fallegan og náttúrulegan ljóma.

 10. Splunkuný og glæsileg brúnkulína frá Nip + Fab
Brúnkufroða í þremur litum sem gefur frá sér fallegan og jafnan lit. Froðan einkennist af kókosilm en hún gengur hratt inn í húðina, ekkert klístur.
Bronzing booster eru skemmtilegir brúnkudropar sem má nota bæði á líkama og andlit til að fá extra lit hvar og hvenær sem er. Dropana má blanda við hvaða rakakrem sem er eða nota eina og sér.

 11. Nip+Fab Ultra-Illuminating Dewy Primer Mask
Frábær bréf maski sem undirbýr húðina fyrir komandi förðun. Maskinn mýkir húðina, jafnar hana og veitir henni hámarks raka. Húðin er skilin eftir með gullfallegum og náttúrulegum ljóma.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR