Terracotta On The Go !! Sumarlínan 2019

Terracotta sólarpúðrin hafa fest sig í sessi í fjölda ára hjá mörgum snyrtivöru unnendum. Sólarpúðrin eru tímalaus, hlýleg með unaðslegri lykt sem allir vilja eignast og enginn getur verið án.

Terracotta hefur nú gefið út sumarlínuna sína Terracotta On The Go.
Línan er gullfalleg í heild sinni og er hönnuð með það í huga að þú getur kallað fram sólkyssta og ljómandi húð hvar og hvenær sem er.
Vörurnar eru hentugar í töskuna svo þú getur tekið þær með þér hvert sem er.

        

Línan inniheldur fjórar vörur og eiga þær allar sameiginlegt að veita húðinni hlýju, sólkysst yfirbragð og fallegan ljóma.

 


Terracotta Skin Foundation Stick

Stift farði með púðuráferð. Hinn fullkomni farði þegar þú ert á ferðinni.
Blandast vel inn í húðina og skilur eftir sig fallega og létta þekju.
Góður farði sem hægt er að nota á marga vegu. Sem farða, hyljara og skyggingar vöru.
Vatnsheldur og endist í allt að 12 tímum.


Terracotta Touch Loose Powder On-The-Go

Terracotta Touch Loose Powder er fallegt púður sem hefur silkimjúka áferð.
Púðanum er nuddað á húðina og formúlan bráðnar létt inn í húðina.
Húðin er skilin eftir með matta satín áferð sem gefur húðinni fallega birtu.

Terracotta Highlighting Stick

Auðveldur ljómi á ferðinni. Kremkennd ljóma vara í stift formi. Falleg perluáferð sem bráðnar á húðinni og skilur eftir sig náttúrulegan ljóma.
Ljómastiftið endist vel í gegnum daginn, þolir raka og heitt loftslag. Húðin fær einnig auka raka sem endist í allt að 6 tíma.
Má nota undir, yfir farða eða eitt og sér.

Terracotta Contour and Glow Palette

Gullfalleg palletta sem inniheldur kaldan skyggingarlit, létt sólarpúður, kinnalit og ljómapúður.
Pallettann er í fullkomni stærð fyrir töskuna svo þú getur tekið hana með þér hvert sem er.


Vörurnar eru ekki aðeins gullfallegar og góðar en þær bera allar dásamlegan ilm líkt og einkennir Guerlain snyrtivörurnar.
Ýmist má finna nótur af ylang-ylang, orange blossom og vanillu

Línan kemur í verslanir eftir helgi.

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR