Þórunn Antonía: „Við erum allar gordjöss"

thorunnniceÞórunn Antonía er með fallegri listakonum þessa lands.

Í gegnum tíðina hefur hún glatt okkur með söng sínum og leik. Hún sló í gegn í Steinda þáttunum á sínum tíma og óhætt er að fullyrða að margir heilluðust af spandex töktum hennar í myndbandinu við hinn dásamlega poppslagara Too Late.
Síðustu ár hefur Þórunn einbeitt sér að litlu dóttur sinni Freyju, sem fæddist árið 2014, svo sér hún um Facebook hópinn góða systir sem spratt upp eins og baunagras á einni nóttu og telur nú mörg þúsund íslenskar konur. Svo mikla eftirtekt vakti þetta að Facebook flaug Þórunni á ráðstefnu í Kaliforníu til að segja söguna af hópnum, en það er önnur saga. Við vildum forvitnast um hvað Þórunn gerir til að fegra sig, hvað er í snyrtibuddunni hennar, hvað finnst henni ómissandi og hvað ekki.

Hver eru uppáhalds snyrtivörumerkin þín?

„Ég held mikið uppá frönsku Bourjois vörurnar. Farðinn frá þeim er alveg frábær. Nógu léttur en samt hylur hann allar þessar helstu syndir. Svo gjörsamlega dýrka ég þessa varalitapenna frá þeim því ég nenni ekki of miklu veseni. Þá finnst mér nauðsynlegt að nefna líka rauða varalitinn í glossforminu frá Bourjois – Rouge Edition Velvet. Alveg flauelsmjúkur og endist ótrúlega lengi. Einnig er ég mjög hrifin af MAC og þá aðalega varalitunum og GOSH gera frábæra augnskugga sem ég kaupi aftur og aftur.“
bourjois-rouge-edition-velvet-lipstick-review1-1

Hvaða snyrtivara er mikilvægust?

„Má ég segja fleiri en eina?“ spyr Þórunn og skellir upp úr. „Ég fæ að segja fljótandi meik, hylari kinnalitur og maskari. Ég er nefnilega ekki týpan sem skelli á mig einni vöru og hleyp út í daginn. Mér finnst gaman að vera vel tilhöfð og fríska alltaf uppá andlitið með smá farða daglega, svona fyrir sjálfa mig aðalega. Þegar ég var yngri notaði ég farða til þess að hylja mitt náttúrulega útlit en með aldrinum og auknum þroska þá hef ég lært að nota snyrtivörur til þess að undirstrika það sem ég er ánægð með.“

Hvað ertu lengi að mála þig og hver er rútínan?

„Ég get verið alveg svakalega snögg og málað mig án spegils ef þarf. Þessa dagana skelli ég á mig góðu serumi eða rakakremi, er afskaplega hrifin af húðörunum frá Sensai, svo ber ég á mig fljótandi meik frá Bourjois; Radiance Reveal Healhty Mix. Það er alveg frábært, ég er húkkt á þessum farða því hann er svo léttur og fínn en um leið hylur hann svona mátulega. Því næst set ég smá hyljara á baugana, sólarpúður á kinnar og kinnbein og góðan maskara. Ég er rosalega hrifin af ljósum, beige og kampavínslitum augnskuggum til að nota hversdags. Svo nota ég brúna augnskugga spari, ég er ekkert crazy í augnskuggadeildinni en ef ég þarf að vera súper sexý þá er eyliner alltaf mitt leynivopn. Dags daglega er ég í þessari Less is More stemmningu. Hef förðunina bara í góðu hófi.“

radiance-reveal-healhty-glowSkyggingar (e. contouring) – heitt eða ekki?

„Ef þú ert dragdrottning eða vinnur í leikhúsi þá segi ég go for it. Persónulega er ég nefnilega ekki hrifin af þessu kökufarða og skyggingaæði sem margar konur, mun yngri og fallegri en ég, virðast haldnar. Ég vil að falleg húð fái að njóta sín og þá sérstaklega á ungum gullfallegum andlitum. Mér finnst persónulega stundum alveg nóg að setja sólarpúður og smá ljósan augnskugga ofan á kinnbein ef ég vil vera geilsandi.“

💕 á leiðinni í afmæli 👑

A photo posted by thorunnantonia (@thorunnantonia) on

Hvað gerirðu til að hafa húðina þína góða?

„Ég nota góðar húðvörur mikið, einnig er ég mjög hrifin af íslenska Taramar seruminu. Mér finnst það hafa góð áhrif ef ég fæ bólur. Svo reyni ég að hafa reglu á svefninum, drekk vatn, borða rétt og sleppi mjólkurvörum því þær eru algjör killer á andlitið mitt. Ég fæ bólur og vesen um leið og ég fer í mjólkurvörurnar. Það er líka gott að muna að húðin þarf mikla fitu og vökva til þess að vera falleg og þá er gott að muna að borða egg, avakadó og lax og drekka helling af vatni.“
13147814_10154041497396061_3458164242677267_o

Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að förðun?

„Já ætli ég líti ekki svolítið til fortíðar í þeim efnum eins og mörgu öðru í mínu lífi. Birgitte Bardot, Stevie Nicks, Dolly Parton þegar hún var ung og fersk og fleiri ferskar og klassískar 60’s og 70’s elskur eru mínar uppáhalds fyrirmyndir þegar kemur að fegurð og stíl.“

Tips í lokin handa lesendum?

„Það er ekkert fallegra en kona sem brosir frá hjartanu og þykir vænt um sjálfa sig og aðra. Sjálfstraust er sexý, ekki fullkomnun eða óseðjandi þörfin fyrir hana. Við erum jú allar gordjöss,“ segir Þórunn að lokum og við þökkum henni hjartanlega fyrir spjallið.

Engin ummæli sem stendur

Comments are closed

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR