Þú átt skilið gott dekur

Eftir langa og erfiða viku er ekkert betra en að dekra vel við líkama og sál. Dekrið þarf ekki alltaf að eiga sér stað á snyrtistofu en það er orðið mjög auðvelt í dag að geta dekrað við okkur sjálf heima í stofu ef við höfum réttu vörurnar.

BOX12.is er búið að taka saman frábærar vörur sem eru fullkomnar í heimadekrið. Eina sem þú þarft að gera er að setja njóta!

 

 1. Clarins – SOS Face Mask

Þrír frábærir maskar sem hafa fjölbreytta eiginleika.
SOS Hydra Face Mask gefur húðinni hámarks raka á aðeins 10 mínútum. Rakinn læsir sig djúpt ofan í húðinni.

SOS Comfort Face Mask hefur endurnýjandi áhrif á húðina. Maskinn hefur þá eiginleika að vernda, róa og næra þurra húð.

SOS Pure Face Mask. Leir maski með náttúrulegum fjallagras jurtum sem draga í sig umfram olíu úr húðinni. Hentar fullkomlega fyrir blandaða og olíumikla húð. Hefur mattandi áhrif og jafnar húðina.

 2. Nip+Fab – Glycoloc Fix Bubble Sheet Mask Extreme

Bréf maski sem inniheldur 2% glýkólsýru, jafnar húðina og veitir henni bjartara yfirbragð.
Maskinn freyðir er hann kemst í snertingu við súrefni, liftir upp óhreinindunum og nærir húðina um leið.

 3. Shiseido – Benefiance WrinkleResist24 Pure Retinol Express Smoothing Eye Mask

Frábærir augnpúðar með sýnilegan árangur á aðeins 15 mínútum.
Púðarnir innihalda A-vítamín sem dregur úr fínum línum. Með aðeins einni notkun er húðin þéttari, bjartari og mýkri.

 4. Shiseido Purifying Peel Off Mask

Leir maski sem sogar í sig öll óhreindindi húðarinnar og skilur hana eftir silkimjúka og vel nærða. Með reglulegri notkun verður húðin heilbrigðari og bjartari.

 5. Chanel – Le Vernis

Ný lakkaðar og fallegar neglur gera mikið fyrir andlegu hliðina en Chanel gaf út á dögunum Crusie 2019 Collection. Í línunni eru þrjú gullfalleg naglalökk.
Litirnir Afterglow, Purple Ray og Open Air eru fullkomnir fyrir sumarið.

 6. Elizabeth Arden – Green Tea Honey Drops Body Cream 

Líkamskremið vinsæla frá Elizabeth Arden slær alltaf í gegn og dekrar vel við líkamann. Kremið vinnur sig vel í húðina og skilur hana eftir silkimjúka og rakamikla.

 7. Clarins Relax Bath & Shower Concentrate

Að ljúka deginum í heitu baði er dásamlegt. Clarins Relax Bath & Shower Concentrate gefur dásamlega lykt af Basil, Camomile og Petit Grain sem róar líkama og sál. Formúlan inniheldur St. Johns Wort, Linden og Valerian þykkni sem róar og slakar á þreyttum vöðvum.

 8. Guerlain – Abielle Royale Repairing Honey Gel Mask

Dásamlegur maski með gel áferð sem þéttir húðina og skilur hana eftir einstaklega mjúka strax eftir fyrstu notkun. Með reglulegri notkun fer húðin að endurnýja sig og fá hámarks næringu.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR