Þú færð jólalúkkið frá Guerlain með þessum vörum.

Guerlain er vel þekkt fyrir glæsileika sinn og það á svo sannarlega við jólalínunni þeirra. Í ár gefur Guerlain út fallega og vandaða línu sem ber innblástur sinn af gylltu býflugunni. Gyllta býflugan hefur verið hluti af merkinu síðan 1853, en hana má sjá á ýmsum vörum merkisins og þar á meðal jólalínunni í ár.

Eyeshadow palette with 10 shades (See 1/3)
Golden Bee augnskuggapalletta

Þessi fallega augnskuggapalletta er mjög vegleg! Í palletunni eru 10 fallegir litir sem samanstanda af möttum, sanseruðum og glimmer augnskuggum, auk þess fylgir augnskuggabursti. Pallettan er hönnuð svo auðvelt er að blanda öllum litum saman, möguleikarnir eru því endalausir með þessari pallettu og við hlökkum til að prófa hana.

Light-revealing powder pearls in limited edition (See 1/3)
Golden Bee Météorites perlur

Météorites perlurnar eru komnar í sparifötin og sjá til þess að þú ferð með fallegann ljóma inn í hátíðarnar. Perlurnar eru í 6 mismunandi tónum, allar með sinn eiginleika til að gefa andlitinu þínu fallegann ljóma og í ár er ný gyllt perla sem eykur ljómann enn meira.

Shimmering mother-of-pearl powder in limited edition (See 1/2)

Golden Bee Terracotta Ljómapúður

Golden Bee Terracotta púðrið er í veglegu gylltu hulstri og getur verið notaður sem sólarpúður, kinnalitur eða ljómapúður (e. Highlighter). Terracotta púðrið gefur andlitinu þínu fallegann ferskleika og náttúrulegann lit. Við mælum einnig með að þegar þú hefur klárað vöruna að ekki henda umbúðunum, heldur er hægt að nota umbúðirnar sem skartgripaskrín undir eyrnalokka eða hálsmeni til dæmis.

Golden Bee Rouge G

Margar kannast við Rouge G varalitina og fallegu umbúðirnar sem hægt er að kaupa undir varalitina. Í ár eru umbúðirnar í algjörum jólaanda, en þeir eru umvafðir fallegum kristölum. Varalitirnir koma í 2 möttum litum og einum glærum sanseruðum. Vantar þig ekki jólaútgáfuna af Rouge G?

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR