Þú færð makeup lookið hennar Kaley Cuoco með þessum vörum!

Fyrir stuttu tók leikonan Kaley Cuoco þátt í Critics Choice verðlaunaafhendingunni. En leikonan er þekkt fyrir að hafa leikið í frægu þáttunum „The Big Bang Theory“.

Leikonan var förðuð með vörum frá Clarins og var heldur betur með fallega og ferska förðun. Við ættlum því að segja ykkur frá nokkrum af þeim vörum sem notaðar voru á leikonuna.

Blue Orchid Treatment Oil & Double serum

Blue Orchid olían er unaðsleg fyrir þurra húð en hún mótar, endurlífgar og endurheimtir húðina þína svo hún verði rakamikil og ljómandi. Svo er það Double Serum, varan sem allar konur eiga að eiga. Hún dregur úr sjáanlegum öldrunar einkennum húðarinnar, eykur ljóma, dregur úr húðholum og fínum línum svo húðin virðist fersk og ungleg.

Extra-Firming Day Cream - All Skin Types

Extra Firming Dagkrem

Mjúkt og nærandi dagkrem sem þéttir, sléttir og jafnar húðáferð. Formúlan inniheldur meðal annars Kegúrublóm frá Ástralíu sem sléttir úr línum og hafrasykri sem veitir andlitinu lyftingu.

Total Eye Lift Augnkrem

Augnkremið veitir fulla útgeislun á augnsvæðinu á aðeins 60 sekúndum. Þróað fyrir konur á öllum aldri og það dregur úr þrota, baugum, minnkar fínar línur og hrukkur og stinnir allt augnsvæðið.

SOS Primer 02 Peach - Duty Free

SOS Primer í litnum „Peach 02“

Þessi primer er gerður fyrir þá sem vilja fela dökka bletti og jafnvel ör.  Ferskju liturinn minnkar ásýnd fjólublárra tóna eins og baugar eða æðar en hann birtir einnig húðlit og gefur fallega áferð.

Skin Illusion Foundation & Instant Concealer í lit „Light Medium 02“

Skin Illusion farðinn er léttur og fallegur og endist allann daginn. Farðinn veitir húðinni náttúrulega áferð með fallegum ljóma. Formúlan er mjög létt, leyfir húðinni að anda vel ásamt því að veita henni góðan raka. Fullkominn farði fyrir „no make up“ look. Hyljarinn er mattur, hylur vel dökka fleti undir augunum og birtir upp augsvæðið.

Clarins Glow 2 Go Blush & Highlighter Duo - Gleek

Glow 2 Go Blush & Highlighter Duo

Fallegur krem kinnalitur og bronzer. Skemmtileg vara sem má nota á fjölbreyttan hátt.
Formúlan bráðnar vel inn í húðina svo húðin fær náttúrulegt sólkysst yfirbragð. Má einnig nota á augu og varir.

Ombre 4-Colour Augnskuggapalletta í litnum „Fairy Tale Nude Gradation“

Augnskuggapalletta með endalausum möguleikum. Augnskuggarnir eru litamiklir með möttum og sanseruðum litum. Litirnir haldast á augnlokinu í allt að 12 klst. Augnskugga palletturnar koma í 6 mismunandi litum og eru þeir allir jafn fallegir.

Joli Rouge Brillant

Joli Rouge Brillant í litnum „Sandy Pink“

Þessi varalitur gefur vörunum þínum fallegan og náttúrulegann glans. Brilliant varalitirnir eru sanseraðir varalitir sem eru í mörgum mismunandi tónum og erum við að elska litinn Sandy Pink.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR