Uppáhalds hreinsimaskarnir okkar !

Að hreinsa húðina 1x í viku er gríðarlega mikilvægt. Með því að nota hreinsimaska getum við fjarlægt óþarfa óhreindini og umfram olíu af húðinni, jafnvel dauðar húðfrumur sem sitja sem fastast undir húðinni. Hreinsimaskar hjálpa til að koma í veg fyrir bólgur, roða og bólur.
Hreinsimaska skal nota í hófi og best er að nota þá ekki oftar en 1-2x í viku. Gott er að  og nota góðan rakamaska eða rakamikið krem eftir á til að forðast allan þurrk en hreinsimaskar geta þurrkað upp húðina okkar ef þeir eru notaðir of oft.

Við hjá Box12.is langar að deila með ykkur okkar uppáhalds hreinsimöskum


Shiseido – Purifying Peel Off Mask
Þessi flotti andlitsmaski sér til þess að endurhreinsa húðina þína eftir daginn, dregur í sig umfram olíu og óhreindi af völdum mengunar. Hann kemur líka í veg fyrir frekari bólgur eða bólur. Maskinn þornar á húðinni en afar auðvelt er að taka hann af eftir 20 mínútur. Notist 1x í viku en með reglulegri notkun má sjá minnkun á húðholum og bólum. Húðin verður heilbrigðari, bjartari og með meiri ljóma.

Nip + Fab – Glycolic Fix Bubble Sheet Mask
Bréf maski sem inniheldur 2% glýkólsýru. Maskinn jafnar húðina og veitir henni bjartara yfirbragð.
Maskinn freyðir er hann kemst í snertingu við súrefni, liftir upp óhreinindunum, dauðum húðfrumum og hreinsar þau burt. Formúlan nærir einnig húðina um leið svo hún verði ekki fyrir óþarfa þurrki.

Clarins SOS Pure Mask
Leir maski með náttúrulegum fjallagras jurtum sem draga í sig umfram olíu úr húðinni. Hentar fullkomlega fyrir blandaða og olíumikla húð. Hefur mattandi áhrif og jafnar húðina.

Shiseido Purifying Mask
Formúlan í þessum frábæra maska er leirkennd og hjálpar hún húðinni að losa sig við óhreinindi og umfram olíu. Þreytt og grá húð verður silkimjúk og heilbrigð með reglulegri notkun.

Nip + Fab Glycolic Jelly Mask
Skemmtilegur gelmaski sem umbreytir þreyttri og líflausri húð.
Maskinn endurnýjar húðina með því að hreinsa í burtu dauðar húðfrumur undir húðinni með glýkólsýru. Formúlan losar sig einnig við umfram óhreinindi og gefur húðinni í staðinn bjartara, þéttara og heilbrigðara yfirbragð.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR