Vantar þig maskara? Taktu prófið og sjáðu hvaða maskari er sniðinn þínum þörfum !

Við þekkjum eflaust mörg leitina að hinum fullkomna maskara. Líkt og með húðina okkar eru augnhárin okkar ólík og hentar því sama formúla ekki öllum. Smekkur okkar er einnig misjafn, aðrir kjósa mikla lengd og náttúruleg augnhár meðan sumir vilja mikinn maskara og vatnsheldan.
Sem betur fer eru til maskarar sem standast ólíkar kröfur okkar. En vegna þess hve stórt úrvalið af möskurum er orðið í dag getur það reynst erfitt að finna fullkomna maskarann.

Við ætlum að auðvelda þér leitina. Taktu prófið hér að neðan og eftir aðeins örfáar mínútur ert þú búin að finna þér hinn eina sanna maskara.

1 Guerlain Maxi Lash Waterproof
Frábær maskari sem þéttir og lengir augnhárin án þess að klessa þau saman.
Burstinn er hannaður til að greiða vel úr augnhárunum með vatnsheldri formúlu.

2 Clarins Wonder Perfect Mascara 4D
4 in 1 – Dramatískt lúkk með maskara sem lengir, þéttir, krullar og nærir. Formúlan rennur fallega á augnhárin og smitar ekki frá sér.

3 Le Volume de Chanel
Maskari sem gefur mikið volume.
Það sem gerir hann einstakan er að hann hefur náttúrulegt vax og acacia gum sem ýkir krulluna og heldur henni allan daginn.

4 Shiseido ControlledChaos MascaraInk
Frábær formúlua sem gefur augnhárunum góða krullu og miðlungs þekju. Auðvelt að byggja maskarann upp fyrir dramatískara lúkk.
Litsterkir maskarar sem koma í 4 litum.

5 Gosh My favorite Mascara
Fallegur og náttúrulegur maskari sem hentar vel dags daglega. Lengir og greiðir vel úr augnhárunum.
Formúlan er vatnsheld upp að 38° og endist því vel í rigningu, íþróttum og sundi (ef ekki er farið í 38°vatn eða heitara). Maskarinn þvæst vel af með vatni yfir 38°

6 Gosh Catchy Eyes Mascara
Náttúrulegur maskari sem lengir augnhárin og greiðir vel úr hverju hári.
Augnhárin harðna ekki og formúlan kemur ekki til með að molna niður með tímanum.

7 Clarins Be Long Mascara
Þessi frábæri maskari er með lítinn gúmmíbursta sem nær til allra litlu háranna. Hann lengir augnhárin og gefur gott volume. Hann er ekki aðeins fallegur heldur eykur hann vöxt augnháranna með reglulegri notkun.

8 Guerlain Maxi Lash So volume
Klassískur maskari sem gefur fallegt og náttúrulegt lúkk. Auðvelt er að byggja hann upp fyrir frekara dramatískara lúkk. Hann krullar augnhárin fallega.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR