Verum brún í allan vetur með NIP+FAB

Þar sem sumarið hér á Íslandi stendur stutt yfir getur það reynst okkur erfitt að bera fallega brúnku allan ársins hring. Ljósabekkir eru stórhættulegir fyrir húðina okkar en smá brúnka getur svo ótrúlega mikið fyrir andlegu hliðina okkar. Létt og falleg brúnka yfir vetrar tímann getur hjálpað okkur í skammdeginu, gert okkur ferskari og líflegri.

Í sumar gaf út Nip+Fab frábæra brúnkulínu sem varð gríðarlega vinsæl.
Línan er öll vegan og inniheldur frábærar formúlur sem klístrast ekki, ilma vel og vinna hratt.

 

Flott og fjölbreytt úrval Nip+Fab Fake Tan gerir það að verkum að þú hefur allt sem þú þarfnast. Frá því að undirbúa húðina til að veita henni fallegan og jafnan lit.

Allar vörurnar innihalda Glýkólsýru sem jafnar húðina og fjarlægir dauðarhúðfrumur. Þannig tryggir formúlan að liturinn sé jafn og fallegur.

Fake Tan Mousse
Brúnkufroða sem gefur fullkomin lit á aðeins 8 tímum.
Froðuna er auðvelt að bera á, smitar ekki frá sér og gefur fallegan og jafnan lit.
Froðan kemur í þremur mismunandi sterkum litum.
Inniheldur Aloe Vera gefur góðan raka og róar húðina.
Brúnkan eyðist jafnt og þétt en endist í allt að 5 daga.
Caramel: Ljósasti liturinn
Cocoa: Miðlungs litur
Mocha: Dekksti liturinn.
Berið á með Nip+Fab brúnku handskanum

Fake Tan Mousse Express Sama formúla og hinar froðurnar en það sem þessi froða hefur fram yfir hinar er að liturinn birtist hraðar á húðinni. Fullkomin í notkun ef þú vilt skella á þig brúnku á síðustu stundu. Froðan er borin á húðina og henni síðan skolað af eftir einn tíma fyrir ljósa áferð, eða hana má geyma í allt að þremur tímum fyrir dekkstu áferð.
Liturinn er Caramel.

Tanning Faux Mist
Brúnkusprey sem spreyja má á líkama og andlit. Engin þörf er að nudda formúlunni inn í húðina því hún þornar hratt og vel. Þarf ekki að skola af.
Eftir ásetningu dökknar húðin rólega á næstu 8 tímum.
Má nota daglega.
Litur Caramel.

Nip+Fab Bronzing Booster
Brúnkudropar sem gefa fallegan lit á 2 mínútum.
Bronzing Booster er ætlað fyrir andlit, háls og bringu en hann má nota einan og sér eða blanda við rakakrem og farða.
Droparnir innihalda E-vítamín og eru mjög rakagefandi.

Glow Getter Body Oil
Gullfalleg brúnkuolía sem gefur húðinni ljómandi sólkysst yfirbragð.
Olían er mjög rakagefandi á húðinni og sanseraðar gullagnir skilja húðina eftir silkimjúka, ljómandi og bronsaða.

Glyclolic Prep It Pad
Bómullaskífur sem innihalda glýkólsýru. Glýkólsýra fjarlægir dauðar húðfrumur og jafnar húðina. Skífurnar eru ætlaðar fyrir líkamann til að hreinsa vel húðina og undirbúa hana fyrir brúnkuna. Skífurnar tryggja jafnari og fallegri brúnku.
Mælt er með að nota skífurnar á þau svæði þar sem húðin á til að verða mjög þurr, t.d. í kringum olnboga, hné og í kringum ökkla.
Skífurnar eru einnota.

Luxury Tanning Mit
Hinn fullkomni brúnkuhanski. Efnið er einstaklega mjúkt svo formúlan af brúnkunni berist jafnt og þæginlega á. Hanskinn kemur í skemmtilegum poka með rennilás svo auðvelt er að taka hann með í ferðalögin. Brúnkuhanskann má þvo í þvottavél.

Verum brún saman í allan vetur með Nip+Fab Fake Tan

 

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR