Villingurinn Jean Paul Gaultier og nýjustu ilmirnir

Franski villingurinn Jean Paul Gaultier hefur löngum verið þekktur í tískuheiminum sem svokallaður enfant terrible. Hann hlaut enga formlega menntun í hönnun en þrátt fyrir það hefur hann átt sigurgöngu síðustu ár og ilmir hans eiga sér ótal aðdáendur af báðum kynjum. Fyrsti kvenilmur hans, Jean Paul Gaultier EDP kom á markað árið 1993 en nafninu var fljótlega breytt í Classique.

Það þekkja flestir Classique vel en núna á síðustu árum hefur ilmunum fjölgað og Classique línan stækkað en öðru hvoru koma inn ilmir í takmörkuðu upplagi sem eru einstakir og hönnunin á glasinu skemmtilega öðruvísi.

Nýjasti ilmurinn í Classique línuninni ber nafnið Cabaret og kemur klæddur í rauðum glimmer kjól! Ilmurinn Cabaret er djarfur, mjúkur og öðruvísi. Topp nótur hans eru engifer en í miðju má finna orange blossom og vanillu og ambergris í botninn. Blandan er líkt og að vera staddur á stórkostlegri Cabaret sýningu, dularfullur en á sama tíma heillandi!

(Dóra Júlía, andlit Jean Paul Gaultier á Íslandi)

Jean Paul Gaultier hannar einnig ilmi sem koma í glasi sem er innblásið af karlmannslíkama en þeir ilmir heita Le Male. Í þá línu hefur einnig bæst við ilmur sem ber nafnið Le Male In The Navy.

Eins og nafnið gefur til kynna kemur innblástur ilmsins frá sjónum. Flaskan er kemur dökk blá með hvítum röndum og er afar falleg. Ilmurinn er ferskur en á sama tíma mjúkur en topp nótur hans eru minta, miðjan er söltuð líkt og ferskur sjór en í grunninn má finna mjúka vanillu. Æðisleg blanda sem minnir á gott sumar.

Hafið þið prófað ilmina frá Jean Paul Gaultier? Hver er ykkar uppáhalds?

 

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR