L’Essentiel farðinn frá Guerlain er silkimjúkur og gefur andlitinu þínu náttúrulega og matta áferð. Þó farðinn sé mattur þá er hann mjög léttur og ferskur á húðinni. Hann jafnar húðáferð og minnkar húðholur sýnilega. Farðinn veitir góða þekju og endist í 24 klukkustundir.
Farðinn er úr 96% náttúrulegum innihaldsefnum og er með SPF15 sem verndar húðina einnig gegn sólar-og útfjólubláum geislum. Formúlan leyfir húðinni að anda, veitir húðinni mikinn raka og jafnar húðáferð með áframhaldandi notkun.
Plöntusilki aðstoðar við að mattta yfirbragð húðarinnar. Hvítar kakóbaunir veita húðinni raka og vernda hana frá mengun.