Vinsælar Back 2 School vörur

Núna þegar sumarið er á enda eru margir komnir aftur í rútínu og farnir að stunda að krafti vinnu og skóla.
Til að framkalla fljótlega förðun á morgnanna sem endist vel allan daginn er mikilvægt að eiga réttu vörurnar.

Box12.is vill kynna fyrir þér frábærar vörur sem eru fullkomnar fyrir skólalífið og mun endast þér út allann daginn.

 1. Gosh – Boombastic Volume Mascara
Boombastic maskarinn hefur verið mjög vinsæll og nýlega bættist við Volume útgafa af honum. Maskarinn hefur fullkominn bursta sem er stór og býr til mikla sveigð á augnhárin svo augun þín virðast vakandi, björt og fersk.
Formúlan er þykk, kremuð og gefur ótrúlega fallega áferð á augnhárin þín án þess að klessa þau.

 2. Gosh – Brow Hair Stroke
Skemmtilegur augabrúnapenni sem býr til fullkomna áferð á augabrúnirnar. Penninn er með fljótandi formúlu sem rennur vel í gegnum augnhárin og býr til náttúrulega áferð. Ásetjarinn hefur einstakar rákir í sér til að búa til fullkomnar strokur svo augabrúnirnar fá náttúrulega áferð. Auðvelt er að stjórna pennanum til að búa til þunna eða þykka áferð.
Kemur í þremur litum.

 3. Clarins – Skin Illusion Foundation
Léttur og fallegur farði sem endist á allann daginn. Farðinn veitir húðinni náttúrulega áferð með fallegum ljóma. Formúlan er mjög létt, leyfir húðinni að anda vel ásamt því að veita henni góðan raka. Fullkominn farði fyrir „no make up“ look

 4. Shiseido -Pureness Matifying Compact Oil-free
Olíulaust púður sem býr til matta áferð með léttum og náttúrulegum ljóma.
Miðlungsþekja sem dregur úr ásýnd húðhola. Púðrið dregur í sig allan glans, aukinni olíumyndun og býr til jafna, matta og fallega áferð á húðina.

 5. Abercrombie & Fitch Authentic
Dásamlegir ilmir frá Abercrombie sem eru fullkomnir hvar og hvenær sem er. Ilmirnir bera það með sér að vera tímalausir, ferskir og þæginlegir.

 6. Guerlain – Terracotta Bronzing Powder Light
Fallegt sólarpúður úr Terracotta línunni vinsælu. Light útgáfan er blönduð með léttum kinnalit til að gefa örlítið ferskann roða í húðina. Kemur í sex litum.
Sólkysst húð með rjóðar kinnar.

 7. Clarins – Instant Light Natural Lip Perfector
Ein vinsælasta varan frá Clarins en þessu fallegu gloss eru einstaklega næringarík og veita vörunum þínum næringu og raka allan daginn.
Litirnir eru léttir og fallegir en ásetjarinn gerir það að verkum að auðvelt er að nota þá hvar og hvenær sem er án spegils.
Kemur í 8 litum.

 8. Shiseido WASO Color Smart Day Moisturizer
Létt dagkrem sem aðlagast þínum húðlit. Fljótleg leið á morgnana til að veita húðinni mikinn raka en einnig að jafna húðlitinn og fá smá lit í andlitið. Inniheldur SPF 30 vörn gegn útfjólubláum geislum og annarri mengun frá umhverfinu

 9. Clarins Hydra-Essentiel Silky Cream
Lykillinn að fallegri förðun er að næra húðina okkar vel fyrir komandi vetri. Silky Cream inniheldur formúlu af læknajurtum sem endurheimtar rakann í húðinni sem þú gætir hafa misst yfir sumartímann. Kremið jafnar rakann í húðinni og heldur honum í hámarki.
Ferskleiki, þægindi, ljómi og þéttleiki. Allt með Silky Cream.

 10. Nip+Fab Dragons Blood Fix Plumping Serum
Létt serum sem veitir húðinni góðan raka sem endist út allan daginn.
Hýalúrónsýra festir rakann í húðinni og húðin verður þéttari og ferskari fyrir daginn.
Dregur úr roða og fínum línum. Notast á undan rakakremum.
Uppáhalds vara Kylie Jenner en hún segir að serumið sé fullkomið á morgnana, húðin verði þéttari og fallegri.

 

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR