Vital Perfection með Shiseido

Sléttari

Þéttari

Bjartari

Viljum við ekki öll hina fullkomnu húð? Húð sem er laus við dökka bletti, fínar línur og heldur sér alltaf þéttri og ljómandi?
Við erum jú öll ólík og það er ekkert eitt sem hentar öllum. Það er þess vegna sem það er svo skemmtilegt þegar við sjáum vörumerkin sem við höldum upp á koma með nýjar línur fyrir ákveðin hóp húðgerða.

Við getum mörg verið sammála um það að elska Shiseido húðvörurnar. Þær hafa sannað sig í mörg ár með hraðri virkni, góðum formúlum og frábærri tækni.
Ný lína hefur nú verið gefin út frá Shiseido en hún heitir Vital Perfection.

Bakvið Vital Perfection línuna er mikil tækni sem má kalla„Lift & Firm“ tækni en það er leyndarmálið sem gerir formúlurnar einstakar.
Þar er meðal annars KURENAI – TruLift Complex tækni en hún sér um að endurhlaða fibroblast frumurnar í húðinni og stuðla að bjartari, stinnari og þéttari húð.
Fibroblast frumurnar halda húðinni m.a. þéttri og þegar húðin okkar eldist, minnkar virkni og magn fibroblast frumana

TruStructive Technology laðar að sér breytanlegar fitufrumur sem bætir þéttleika húðarinnar og vikir stofnfrumur í leiðinni. Húðin okkar missir þéttleika sinn með árunum og fitufrumur minnka sem gerir það að verkum að húðin okkar fer að síga. Vital Perfection nær að vernda húðina okkar lengur með þessari frábærri „Lift & Firm tækni“

Húðin verður léttari, jafnari og bjartari með reglulegri notkun.
Húðin fær hálfgerða lyftingu og verður sléttari á aðeins einni viku.
Á innan við 4 vikum verður húðin þéttari og bjartari.

Við sem þekkjum Shiseido vel vitum að árangurinn er ávallt sýnilegur snemma ef vörurnar eru notaðar reglulega og er Vital Perfection engin undantekning.
Þessi dásamlega lína hentar öllum konum á aldrinum 40 ára og eldri sem vilja vernda húðina enn frekar gegn niðurbroti.

Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR