Vorið kemur með Chanel

Vorlínan frá Chanel er mætt í búðir! Hún er ber nafnið VISION D’ASIE: L’ART DU DÉTAIL. Gabrielle Chanel sagði eitt sinn að ekki væri hægt að lifa með takmarkanir. Lucia Pica var með þessi orð í huga þegar hún ferðaðist alla leið til Japan og Suður Koreu til að finna innblástur fyrir þessari línu. „Ég vil að förðun hafi fresli til að hreyfa sig. Ég vil ekki binda konur við hefðir eða fullkomnun“ segir Lucia Pica.

Í línunni má finna glæsilegar áferðir og grípandi liti. „Ófullkomið er fullkomið, förðunin á að vera á lífi.“ – Lucia Pica

 

AUGU

Mjúkir litir sem leyfa þér að velja á milli þess að  undirstrika augun þín  á náttúrulegan máta eða með áberandi augnförðun. Litirnir eru 9 og eru þeir allir í mismunandi áferðum. Sanseruðu skuggana má nota eina og sér eða yfir kremuðu og möttu litina til birta augnsvæðið.

LES 9 OMBRES. ÉDITION N°2 QUINTESSENCE.

 

 

 

Chanel auðveldar okkur hversdagsförðunina með þessum fullkomna bronsaða kremaugnskugga. Berðu hann á augnlokin með fingrunum og þú ert klár í daginn. Það er einnig mjög fallegt að nota hann sem grunn undir aðra augnskugga til að bæta endinguna.

OMBRE PREMIÉRE CREME.  840 PLATINE BRONZE.

 

 

ANDLIT

Vorið kemur með glænýja Chanel vöru með sér og við gætum ekki verið spenntari! BAUME ESSENTIEL  eru silkimjúk gel í stifti sem gefa húðinni geislandi ljóma og ferskleika. Notaðu fingurnar til að bera gelið á kinnbeinin, í innri augnkróka, á augnbein og á varir til birta.

BAUME ESSENTIEL transparent:  silkimjúkt, glært balm með léttum bleikum blæ

BAUME ESSENTIEL sculpting: blam með léttum ferskjutón og sanseringu.

BAUME ESSENTIEL

 

 

VARIR 

Mattir varalitir eru komnir aftur. Mjúkar púðuráferðir og sterkir litir verða alls ráðandi í ár.  Púður sem bráðnar á vörunum og endist allan daginn. Prófaðu einning að nota varalitina sem kinnaliti yfir BAUME ESSETIEL.

ROUGE ALLURE LIQUID POWDER 962,964

ROUGE ALLURE VELVET  71,72,73

 

 

NEGLUR

Síðast en ekki síðst eru tvö naglalökk í línunni sem enduspegla fullkomlega upplifun Luciu í Japan og Suður Koreu. En hún sá mikið jafnvægi milli því hefðbunda, hógværa og nýjum, litríkum hefðum.

LE VERNIS 646 BLEACHED MAUVE &648 TECHNO BLOOM
Engin ummæli sem stendur

Skrifa ummæli

Your email address will not be published.

Hafðu samband

BOX12 Í SAMVINNU VIÐ NATHAN & OLSEN HF
KLETTAGÖRÐUM 19 - 104 REYKJAVIK
SÍMI 530 8400 - FAX: 530 8401
KT. 4802695789 - VSK. NR 11388

Fylgdu okkur á
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR