Abercrombie & Fitch er bandarískt merki sem var stofnað árið 1892. Fyrsta verslunin sem þeir Davið Abercrombie og Ezra Fitch opnuðu í Manhattan, bauð uppá mikið  úrval af eðal íþrótta- og ferðafatnaði og fylgihlutum.  Það var ekki fyrir en 1988 þegar The Limited keypti Abercrombie & Fitch að merkið var endurhannað og opnuðu fyrstu verslun eins og við þekkjum hana í dag. Abercrombie & Fitch er fyrst og fremst fatamerki en bíður uppá nútímalegan fatnað fyrir yngri markað.

Boucheron er franskt fjölskyldufyrirtæki sem Frédéric Boucheron stofnaði  1858. Boucheron er fyrst og fremst þekkt fyrir gullfallega, óhefbundna skartgripi. Boucherone tók sínu fystu skref inní ilmheiminn 1988 þegar dömuilmurinn Boucheron fór í sölu

Ilmirnir frá tónlistarkonunni Britney Spears koma mörgum á óvart því þeir eru einstaklega heillandi. Britney virðist hafa ákaflega gott lyktarskyn en alveg frá því hún setti sinn fyrsta ilm, Curious, á markað árið 2004 hafa þeir selst mjög vel.
Ilmina þróar poppdívan í samvinnu við sérfræðingana hjá Elizabeth Arden en þeir eru alltaf í glamúrus og líflegum umbúðum sem höfða sérstaklega til yngri hópa þó margar mömmur og jafnvel ömmur elski margar ilmina frá Britney.

“Coco” Chanel er tvímælalaust einn þekktasti og dáðasti tískuhönnuður allra tíma. Hún hannaði Chanel N°5 og setti á markað árið 1921 en allar götur síðan hefur þessi dásamlegi ilmur verið eftirlæti meðal fágaðra kvenna á öllum aldri.

Carolina Herrera (fædd 8. janúar 1939) er þekkt fyrir einstakan en um leið persónulegan stíl sem forsetafrúr Bandaríkjanna hafa margar heillast af en Carolina starfaði sem stílisti bæði fyrir þær Jacqueline Onassis og Michelle Obama og fleiri hefðarfrúr.

Hún setti tískuhús sitt fyrst á laggirnar í Bandaríkjunum árið 1980 og flíkurnar slógu umsvifalaust í gegn.

Fyrsti ilmurinn frá henni kom á markað árið 1988 en í dag er hægt að fá allt frá heimilishönnun yfir í fatnað á bæði dömur og herra frá Carolinu Herrera.

Jaques Courtin var læknanemi 1954 þegar hann stofnaði Clarins eftir að hafa fylgst með systrum sínum og vinkonum þeirra tala um hvað þær voru ósáttar með húðina sína.  Hann byrjaði að þróa andlits og líkams meðferðir með vörum sem unnar voru úr plöntum. Meðferðirnar voru gríðarlega skilvirkar og tók Jacques þá ákörðun að fara að framleiða vörur sem konur gætu tekið með sér heim til að árangur meðferðarinnar verði enn meiri. Clarins var fyrsta merkið sem framleiddi vörur einingis úr nátúrulegum efnum og enn þann daginn í dag leggja þau mikla áherslu á að vinna eins mikið og hægt er plöntur.

Christina Aguilera er bandarísk poppsöngkona  sem byrjaði ferilinn sinn í sjónvarpi árið 1990, aðeins 10 ára. Ásamt Britney Spears, Justin Timberlake og Ryan Gosling lék hún í Mickey Mouse Club á Disney stöðinni og fékk síðan samning hjá RCA Record eftir að hafa tekið upp lagið „Reflection“ fyrir Disney- myndina Mulan.

Fótboltastjarnan Cristiano Ronaldo er nýlega búin að uppgötva framúrskarandi lyktarskyn sitt og hefur sent frá sér 3 glæsilega ilmi.  Cristiano Roanldo er heimsfrægur fótboltamaður frá Portúgal og einn af þeim færustu í dag. Hann spilar fyrir Real Madrid og það má sjá  að hann fær mikinn innblástur fyrir ilmunum sínum í fótboltaferlinum.

Elizabeth Arden var merkileg kona. Hún var fyrst og fremst sjálfstæður frumkvöðull með gríðarlegt viðskiptavit en jafnframt hafði hún einstaka ástríðu fyrir málefnum kvenna og hag.

Segja má að hún hafi verið 21. aldar kona sem var langt, langt á undan sínum samtímakonum í hugsun og hegðun. Elizabeth Arden var til dæmis mjög framarlega í baráttunni fyrir kosningarétti kvenna og árið 1915 vakti hún sérstaka athygli fyrir að útvega konum í baráttunni varaliti.

GOSH Copenhagen er fyrst og fremst skapandi og framsækið fyrirtæki sem leggur mikla áherslu á nýbreytni og sterka tengingu við tískuheiminn.

Án þess að gera málamiðlanir þegar kemur að gæðum, leggur GOSH sig fram um að bjóða vandaða snyrtivöru á góðu verði.

Rætur þekkingar þessa lúxusmerkis ná tæplega 180 ár aftur í tímann en allt hófst þetta þegar Pierre-François Pascal Guerlain byrjaði að hanna sérstaka ilmi fyrir franska aðalinn.

Þó Guerlain sem snyrtivara eigi sér dýpri rætur en flest snyrtivörumerki í dag hafa húð og förðunarvörur frá þeim aldrei verið jafn áberandi og síðustu 30 árin

Franski villingurinn Jean Paul Gaultier hefur löngum verið þekktur í tískuheiminum sem svokallaður enfant terrible.
Hann hlaut enga formlega menntun í hönnun en þrátt fyrir það hefur hann átt sigurgöngu síðustu ár og ilmir hans eiga sér ótal aðdáendur af báðum kynjum.

Jimmy Choo er af mörgum talinn einn færasti tískuhönnuður okkar tíma og þá gildir einu hvort tilfinning hans fyrir kvenlegri fegurð tengist skóm eða ilmvatni, hann er einfaldlega með puttann á púlsinum þegar kemur að bjútíbransanum.
Jimmy Choo setti sinn fyrsta ilm á markað árið 2011 og sá nýjasti kom á markað á þessu ári, 2015.
Hann starfar náið með fylgihluta-ritstjóra breska Vogue, konu að nafni Tamara Mellon, en saman hafa þau hannað og þróað 15 ilmi fyrir bæði konur og herra á fjórum árum.

Juicy Couture er sannkallað “skvísumerki” en það eru þær Gele Nesh-Taylor ( eiginkona Johns Taylor úr Duran Duran) og Pamela Skaist-Levy sem eru stofnendur og hönnuðir tískuhússins.
Flestir kannast við dúnmjúku joggingallana frá Juicy Coture en nokkrar línur eru framleiddar undir merkinu: Juicy Couture, Couture Couture, Juicy for Men, Juicy Kids og Doggy (fyrir gæludýr) auk margskonar fylgihluta og barnafatalínu.

Þýska merkið Montblanc er best þekkt fyrir skriffæri í hæsta gæðaflokki og varla er hægt að gleðja góðan mann meira en að gefa honum fallegan penna frá Montblanc, nema þá ef góður ilmur skyldi fylgja með.
Frá árinu 2001 hafa um tuttugu ilmir komið á markað frá þessu gamalgróna lúxus merki en bæði dömur og herrar eru dyggir aðdáendur. Fyrsti ilmurinn sem kom á markað undir merki Montblanc ber nafnið Starwalker og skemmtilegt er að segja frá því að penni undir sama nafni kom samtímis á markað.

Það er ekki á hverjum degi sem nýjar snyrtivörur á markaði fara jafn magnaða sigurför um heiminn og bresku vörurnar frá NIP + FAB.

Frá stofnun fyrirtækisins árið 2010 hafa vörurnar slegið svo rækilega í gegn að fjallað er um þær í fréttum og ósjaldan hefur það komið fyrir að stjörnurnar í Hollywood sjái ástæðu til að nefna þær sérstaklega í spjallþáttum og viðtölum.

Nip+Fab sérhæfir sig í framleiðslu á húðvörum fyrir líkama og andlit með sérstökum fókus á ákveðin svæði eða markmið. Þannig getur viðskiptavinurinn valið sérstakt krem sem vinnur á lausri húð á upphandleggjum, krem sem fegrar ásýnd fótleggjanna og svo framvegis.

Franska tískuhúsið Paco Rabanne var sett á laggirnar árið 1966 en það ber nafn hins spænsk ættaða Francisco „Paco“ Rabaneda Cuervo.
Hönnuðurinn, sem hlaut formlega menntun sem arkitekt, hafði starfað sem skartgripahönnuður áður en hann tókst á við tískubransann en frumleg hönnun, og notkun óhefðbundinna efna á borð við pappír og málma, hefur ávallt verið eitt af hans helstu sérkennum.

Rochas var upprunalega franskt tískuhús sem Marcel Rochas stofnaði árið 1925. Marcel var fyrsti hönnuðurinn til þess að hanna pils með vösum og jakka sem voru ekki alveg síðir. Einnig er hann vel þekktur fyrir að hanna hafmeyjusniðið sem er enn notað víða í dag. 1934 bætti Rochas þremur dömuilmum við vöruúrvalið sitt en ilmirnir hættu í sölu á meðan á seinni heimstyröld stóð.

Shiseido er japanskt snyrtivörumerki sem var stofnað 1872. Þótt að fyrirtækið sé japansk þá er nafnið Shiseido af kínverskum uppruna og þyðining er „ Þökkum fyrir jörðina sem nærir nýtt líf og gefur okkur ný gildi.“

Arinobu Fukuhara , sem var lyfjafræðingur í japanska hernum, opnaði Apotekið Shiseido 1872 og byrjaði að blanda austrænum og vestrænum hugmyndum eftir heimsókn til bandaríkjana. Sonur Arinobu, Shinzo, lærði læknafræði í háskóla í  japan en síðan hóf hann nám í lyfjafræði við Columbia í bandaríkjunum.

Allt frá því hann steig fyrst fram á sjónarsviðið árið 1978 hefur Versace verið algjört eftirlæti meðal stjarnanna.
Elton John var fljótur að taka ástfóstri við hönnunina en síðar komu til dæmis Madonna, Ashton Kutcher, Britney Spears og Halle Berry.

Þegar Versace lést árið 1997 tók systir hans Donatella við stjórnartaumnum og hefur leitt tískuhúsið allar götur síðan en vöruúrvalið er breitt og vinsældirnar miklar.

Dolce & Gabbana er ítalskt tískuhús sem var stofnað af Domenico Dolce og Stefano Gabbana árið 1985. Stefano og Dominico kynntust í Mílanó árið 1980 þegar þeir unnu báðir fyrir sama hönnuð, þeir náðu strax vel saman en fagurfræðin þeirra er auðþekkjanleg. Hönnuðirnir vitna mikið í ítalskar kvikmyndir og karaktera úr La Dolce Vita frá 1960 sem innblástur. Þeir nota mikið blóma- og hlébarðamynstur, korsett og bera mikla virðingu fyrir kvenkynsforminu með sláandi hönnun.
Tískuhúsið stækkaði hratt en 1990 voru þeir Domenico og Stefano búnir að opna verslanir í mörgum borgum í Evrópu en einnig í Japan og Bandaríkjunum. Fyrsti ilmurinn kom á markað 1992 en hann vann verðlaun ári seinna sem besti dömuilmur ársins.
Í dag eru bæði D&G tískan og ilmirnir gríðarlega vinsælir en alls hefur Dolce & Gabbana gefið út 85 ilmi frá upphafi.