Jean Paul Gaultier

Franski villingurinn Jean Paul Gaultier hefur löngum verið þekktur í tískuheiminum sem svokallaður enfant terrible.
Hann hlaut enga formlega menntun í hönnun en þrátt fyrir það hefur hann átt sigurgöngu síðustu ár og ilmir hans eiga sér ótal aðdáendur af báðum kynjum.
Fyrsti kvenilmur hans, Jean Paul Gaultier EDP kom á markað árið 1993 en nafninu var fljótlega breytt í Classique.
Síðar komu Le Male (1995) og Fragile (1999). Hönnunin um ilmi Gaultiers hafa alltaf vakið sérstaka eftirtekt og margir safnarar bíða þeirra með eftirvæntingu en stundum eru sérstakar “flíkur” hannaðar á flöskurnar.

Jean Paul Gaultier á samfélagsmiðlum