Saga Nip Fab

Það er ekki á hverjum degi sem nýjar snyrtivörur á markaði fara jafn magnaða sigurför um heiminn og bresku vörurnar frá NIP + FAB.

Frá stofnun fyrirtækisins árið 2010 hafa vörurnar slegið svo rækilega í gegn að fjallað er um þær í fréttum og ósjaldan hefur það komið fyrir að stjörnurnar í Hollywood sjái ástæðu til að nefna þær sérstaklega í spjallþáttum og viðtölum.

Nip+Fab sérhæfir sig í framleiðslu á húðvörum fyrir líkama og andlit með sérstökum fókus á ákveðin svæði eða markmið. Þannig getur viðskiptavinurinn valið sérstakt krem sem vinnur á lausri húð á upphandleggjum, krem sem fegrar ásýnd fótleggjanna og svo framvegis.

Hönnun umbúðanna er einföld og upplýsandi svo ekki fer milli mála að hverju er gengið þegar vörurnar eru keyptar.

ATH: Nip + Fab eru parapenlausar gæðasnyrtivörur fyrir kröfuharða og meðvitaða nútíma neytendur.

Nip Fab á samfélagsmiðlum