Paco Rabanne

Franska tískuhúsið Paco Rabanne var sett á laggirnar árið 1966 en það ber nafn hins spænsk ættaða Francisco „Paco“ Rabaneda Cuervo.
Hönnuðurinn, sem hlaut formlega menntun sem arkitekt, hafði starfað sem skartgripahönnuður áður en hann tókst á við tískubransann en frumleg hönnun, og notkun óhefðbundinna efna á borð við pappír og málma, hefur ávallt verið eitt af hans helstu sérkennum.

Paco Rabanne á samfélagsmiðlum