Saga Rihanna

Rihanna sendi frá sér fyrsta ilminn árið 2010. Ilmina sína þróar hún í samstarfi við mjög þekkta ilmvatnshönnuði sem starfa jafnframt með öðrum þekktum stjörnum en þau eru Caroline Sabas, Marypierre Julien og Frank Voelkl.

Ilmir Rihönnu eru ferskir og munúðarfullir í senn, ekki ósvipaðir söngkonunni sjálfri sem er ættuð frá Barbados og sló fyrst í gegn árið 2007 með laginu Umbrella sem hún söng með sjálfum Jay Z.

Rihanna á samfélagsmiðlum