Mugler

Thierry Mugler er franskur fatahönnuður og ljósmyndari sem er þekktur fyrir að hafa byrjað nýtt ilm trendið – gourmand.

Thierry byrðaði að æfa dans mjög ungur og  byrjaði að dansa sem atvinnumaður aðeins 14 ára. Hann ákvað þó að læra líka arkítektúr,  flutti til paris 24 ára og fékk vinnu við að hanna útstillingar í búðarglugga. Í þeirri vinnu uppgötvaði hann ástríðu sína fyrir fatahönnun og var hann fljótur að finna sig í því fagi.  Hann varð strax þekktur fyrir framúrstefnulegar hannanir. Thierry heillast mikið af geimnum og stjörnuspeki og það endurspeglast bæði í hönnun og  í ilmunum hans.

Ilmurinn Angel gjörbreytti ilmheiminum og hefur verið notaður sem innblástur fyrir óteljanlega marga ilmi. Það sem einkennir Angel eru það sem Mugler kallar „overdose“ af nótum eins og patchouli, praline, vanilla og sæt rauð ber. Ilmir Mugler  velda sterkum viðbrögðum en Angel getur verið eins og fíkn fyrir suma.

Mugler á samfélagsmiðlum