Saga Toni & Guy

Bræðurnir Toni Mascolo og Guy Mascolo opnuðu sína fyrstu hárgreiðslustofu í London árið 1963. Í dag eru yfir 400 TONI&GUY hárgreiðslustofur og að baki fjölmörg verðlaun innan bransans. TONI&GUY telja að fullkomnun náist þegar réttir hlutir koma saman. Þess vegna hefur fyrirtækið þróað fullkomnar samsetningar fyrir hvern stíl. Í samstarfi við helstu tískuhönnuði heims hefur fyrirtækið hannað vörulínur sem tryggja að hárið passi við þinn eigin fatastíl með sjampó, næringu og hármótunarvörum sem gefa þér lúkk eins og finna má á tískupöllunum. Það er tími til kominn að hárið þitt hitti fataskápinn þinn!

Þegar þú vilt líta vel út er hárið einn mikilvægasti aukabúnaðurinn – Sjampóin, næringarnar, hármeðferðirnar og hármótunarvörurnar gera þér kleift að móta, halda, túpera, vernda, rakametta eða temja lokkana þína, allt eftir þörfum og tilefni. TONI&GUY hair meet wardrobe er byggt á sérfræðiráðgjöf stílista við heildarútlit og persónulegan stíl. Með því að vinna á bakvið tískutjöldin og tengja hártísku við nýjustu trendin í fatatískunni, hefur TONI&GUY tekist að skapa allt frá rennisléttu til túperingar, frá sakleysi til súpersexí, til þess að hjálpa þér að tjá þinn persónulega stíl frá hvirfli til ilja. Þú nærð nýjum hæðum í þínum eigin hárstíl með 4 stórkostlegum vörulínum sem sækja innblástur frá einhverjum flottustu tískusýningum heims og byggja á baksviðsreynslu og -þekkingu. Veldu á milli Casual, Classic, Glamour og Creative til þess að tengja saman hárið og fataskápinn!

Toni & Guy á samfélagsmiðlum